Nýtt dagblað var dagblað sem gefið var út á árunum 1941 til 1942 á meðan útgáfa Þjóðviljans var bönnuð af breska hernámsliðinu og ritstjórn blaðsins fangelsuð í Bretlandi.

Rithöfundurinn Gunnar Benediktsson var eigandi og ritstjóri Nýs dagblaðs, sem þjónaði því hlutverki að vera málgagn Sósíalistaflokksins. Þrátt fyrir bannið á útkomu Þjóðviljans gerði hernámsliðið ekkert til að stöðva útgáfu Nýs dagblaðs.

Sumarið 1941 voru þeir Einar Olgeirsson og Sigfús Sigurhjartarson leystir úr haldi og tóku þá við ritstjórn blaðsins af Gunnari, sem áfram var skráður eigandi og útgefandi. Útgáfu blaðsins var hætt um leið og Þjóðviljinn fékk að koma út á nýjan leik í maímánuði 1942.

Tilvísanir og heimildir

breyta
  • Einar Laxness (1998, 2.útg.). Íslandssaga a-ö. Vaka-Helgafell. ISBN 9979-2-0294-7.