Special Air Service er sérsveit í Breska hernum stofnuð árið 1941, upphaflega sem hersveit og síðan frá 1950 sem 22. sérsveitarherdeild. Sérsveitin sérhæfir sig í leynilegum könnunarverkefnum, baráttu gegn hryðjuverkahópum, beinum aðgerðum(en) og björgun gísla. Flest allar upplýsingar um SAS sveitinna eru háleynilegar, hvorki breska ríkið né dómsmálaráðaneyti skipta sér af aðgerðum þeirra þar sem þær eru svo leynilegar og viðkvæmar.

Skjöldur SAS sveitarinnar
Sérsveitarmaður á æfingu í Danmörku 1955.

Í dag samanstendur sveitin af 22. Special Air Service Regiment sem er aðalhópur sérsveitarinnar en 21 og 23 Special Air Service Regiment eru varasveitir en allar sveitirnar heyra undir Bresku Sérsveitina (UKSF).

Rekja má rætur sérsveitarinnar til 1941 og Seinni Heimstyrjaldarinnar. Sérsveitin öðlaðist heimsfrægð þegar henni tókst að bjarga öllum nema tveimur gíslum úr gíslatökunni í sendiráði Írans í London 1980. Sérsveitin tók einnig þátt í aðgerðum í Falklandseyjastríðinu og gegn írska lýðveldishernum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.