Kúgun kvenna
Kúgun kvenna er bók eftir breska heimspekinginn John Stuart Mill þar sem hann rökstuddi aukin réttindi kvenna út frá nytjastefnu. Bókin, sem er hugsanlega einnig skrifuð af Harriet Taylor Mill, kom út á frummálinu árið 1869. Strax ári seinna þýddi Georg Brandes bókina og kom hún út þá í Danmörku undir titlinum Kvindernes Underkuelse.
Bókin var þýdd á íslensku af Sigurði Jónassyni og gefin út af Hinu íslenska kvenfélagi árið 1900 og hafði mikil áhrif í kvenfrelsisbaráttu. Árið 1997 kom Kúgun kvenna út í flokki Lærdómsrita Hins íslenska bókmenntafélags og árið 2003 kom bókin út í 2. útgáfu.
Tenglar
breyta- The Subjection of Women, enska útgáfa textans á WikiSource
- „Að stoppa í götin“ eftir Brynhildi Heiðardóttur Ómarsdóttur
- Sigurður Jónasson frá Eyjólfsstöðum og Kúgun kvenna Geymt 12 nóvember 2011 í Wayback Machine, bæklingur