Langerhans-eyjar
Langerhans-eyjar eru frumuþyrpingar í briskirtlinum. Þeir efnavakar (hormón) sem yfirleitt eru búnir til í brisinu eru búnir til í þessum frumuþyrpingum. Þær eru endókrínskur (hormónaframleiðandi) en ekki exókrínskur (allt annað) vefur. Vefjum kirtla er skipt í þessa tvo meginhluta.
Þær heita eftir Paul Langerhans, sem veitti þeim eftirtekt árið 1869. Þessar frumuþyrpingar deilast í 4 flokka:
- "beta-sellur" sem búa til insúlín (50-80%)
- alfa-sellur sem búa til glúkagón (15-20%)
- delta-sellur sem búa til sómatóstatín (3-10%)
- PP-sellur sem búa til polípeptíð (1%)