Skúli Magnússon (sýslumaður)
Skúli Magnússon (f. 6. apríl 1768, d. 14. júní 1837) var sýslumaður og kammerráð.
Ævi og störf
breytaForeldrar Skúla voru Magnús Ketilsson sýslumaður í Búðardal, og fyrri kona hans Ragnhildur Eggertsdóttir, ættuð frá Skarði á Skarðsströnd.
Skúli nam hjá föður sínum, en varð stúdent úr heimaskóla Gísla Thorlaciusar rektors 1791. Fór utan 1792. Hóf að nema dönsk lög og lauk prófi 1796. Varð aðstoðarmaður föður síns, fékk veitingu fyrir Dalasýslu 1804 og hélt til æviloka. Varð kammerráð 21. maí 1831. Skúli bjó að Skarði á Skarðssrönd, og andaðst þar úr brjóstveiki. „Veglyndur maður og mildur og þó berorður, einkum við öl, ástsæll mjög, búhöldur góður og auðmaður.“
Kona hans, 14. sept. 1799: Kristín Bogadóttir (1767-1851), ættuð úr Hrappsey. Börn þeirra: Kristján alþingismaður, sýslumaður að Skarði, kvæntist Ingibjörgu Ebenezersdóttur; Ragnhildur, giftist Þorvaldi Sívertsen umboðsmanni og alþingismanni í Hrappsey; Kristín giftist Jóni stúdent Eggertssyni í Fagradal ytra.
Heimildir
breyta- Páll Eggert Ólason: Íslenskar æviskrár, Rvk. 1948-1952