Christian von Proeck

Christian Lebrecht von Proeck (Pröck, Prøck, 17184. september 1780) var þýskur barón sem var skipaður stiftamtmaður á Íslandi 1768 en gegndi ekki embættinu nema rétt rúmt ár og fór aldrei til Íslands.

Proeck var sonur Proecks baróns, leyndarráðs í Bayreuth. Hann fékk danska kammerjúnkaranafnbót árið 1747. Árið 1754 varð hann konferensráð og 1755 var hann gerður að landstjóra í Dönsku Vestur-Indíum, sem Danakonungur hafði þá nýverið yfirtekið frá Vestur-Indía-Gíneu-verslunarfélaginu. Hann var þó settur af 1766 vegna dugleysis og kallaður heim.

Þann 1. nóvember 1768 var Proeck skipaður stiftamtmaður yfir Íslandi og Færeyjum eftir lát Otto von Rantzau. Hann fékk fyrirmæli um að fara til Íslands þegar um vorið en mun hafa haft litla löngun til þess, sótti um leyfi til að fresta brottförinni um eitt ár og fékk það. En þsnn 19. desember 1769, ári eftir að Proeck var skipaður í embætti, var hann gerður að amtmanni í Kaupmannahafnaramti og varð því aldrei af Íslandsför. Struensee setti hann af 2. maí 1771 vegna tregðu hans eða slóðaskapar við að framfylgja konunglegum tilskipunum. Hann fékk embættið ekki aftur þegar Struensee var steypt af stóli en 1774 var þó úrskurðað að hann skyldi fá eftirlaun frá þeim degi þegar hann var látinn hætta. Hann dó í Kaupmannahöfn 1780.

Heimildir breyta

  • „Dansk biografisk Lexicon, 13. bindi“.
  • „Norski valdsmaðurinn á Bessastöðum. Lesbók Morgunblaðsins, 2. september 1989“.