Salerni (hreinlætistæki)

(Endurbeint frá Salerni)

Salerni einnig kallað klósett er hreinlætistæki sem menn nota til að gera þarfir sínar. Orðið salerni er oft einnig haft um herbergið sem hýsir hreinlætistækið.

Orðið klósett er talið tökuorð úr dönsku, kloset og að það hafi þangað komið úr ensku, samanber water-closet. Talið er að merking þess sé skyld enska orðinu closed og gæti því hafa þýtt herbergi eða staður þar sem maður gat lokað að sér.[1]

Tilraunir með umhverfisvæn salerni

breyta
 
Sagsalerni.

Tilraunir hafa verið gerðar með umhverfisvæn salerni, aðalega í þeim tilgangi að spara vatn. Eitt slíkt er sagklósett. Það líkist venjulegu vatnssalerni fyrir utan það að salernið notar sag í stað vatns en sagið er hægt að losa beint í jarðveg eða nýta til moltugerðar. Aðrar svipaðar tilraunir með umhverfisvæn salerni eru eldklósett og frostklósett, það fyrra notar eld til að eyða úrganginum, hið síðara notar mjög kalda hluti eins og ís og freon til að frysta úrganginn.

Bill Gate milljarðarmæringur og eiginkona hans Melinda hafa fjárfest 42 milljónum dollara til þess að vísindamenn geti búið til eftirsóknarvert og ódýrt klósett sem þarf hvorki rafmagns né skólplögn og getur búið til orku fyrir fátækt fólk sem á bát. Ýmsa möguleika er verið að kanna eins og örbylgjuklósettið sem notar örbylgjutækni til þess að umbreyta með geislun saur notandans í rafgas sem beisla má og nýta sem orkugjafa. Hjá Caltech hefur líka verið stungið uppnám því að búa til sólarklósett sem að myndi nota sólarorku til þess að breyta úrganginum í vetni.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. „Getur verið að orðið klósett sé komið af orðinu closed? Hér áður fyrr voru snerlar á hurðum með þessu orði.". vísindavefurinn. Sótt 29. júlí 2012.[óvirkur tengill]
  2. „The Toilet Of The Future Will Turn Poop Into Power“. fastcompany.com. Sótt 28. júlí 2012.

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.