Sendiherra er ríkiserindreki sem kemur fram sem fulltrúi eins lands í öðru landi eða hjá alþjóðastofnun. Yfirleitt er sendiherra skipaður við tiltekið sendiráð í öðru landi með umboð fyrir ákveðið landsvæði. Á því landsvæði nýtur hann og aðrir starfsmenn sendiráðsins friðhelgi. Þess er krafist þegar nýr sendiherra tekur til starfa að hann afhendi þjóðhöfðingja í ríkinu þar sem hann á að starfa erindisbréf sitt. Sendiherrar, eða ígildi þeirra, eru sendir til allra landa sem viðkomandi land á í stjórnmálasambandi við.

Harry Schwarz, sendiherra Suður-Afríku, afhendir George H. W. Bush Bandaríkjaforseta erindisbréf sitt 1991.

Fyrir tíma nútímafjarskipta gátu sendiherrar haft mjög mikil völd en nú eru þeir yfirleitt aðeins talsmenn utanríkisráðuneytis ríkisins sem þeir starfa fyrir.

Í Samveldi sjálfstæðra ríkja nefnast sendifulltrúar sem fara milli landa innan samveldisins samveldisfulltrúar (enska: high commissioner). Sendifulltrúar páfagarðs nefnast postullegir erindrekar (latína: nuntius).

Tengt efni

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.