Reykjavik Energy Invest

Reykjavik Energy Invest (eða REI) er viðskiptaþróunar- og fjárfestingararmur Orkuveitu Reykjavíkur[1]. Fyrirtækið sérhæfir sig í starfsemi tengdri virkjun á jarðhitaorku. REI var stofnað í mars 2007. Ákveðið var þann 4. október 2007 að sameina Reykjavik Energy Invest og Geysir Green Energy [2] , en síðar var horfið frá því eftir að meirihlutaskipti urðu í borgarstjórn Reykjavíkur.

Upphaf REIBreyta

Grunnhugsunin að baki REI var að nýta sérþekkingu sem byggst hefur upp innan Orkuveitu Reykjavíkur á sviði Jarðvarmanýtingar á erlendum vettvangi. Orkuveitan var eigandi félagsins að fullu í fyrstu. Bjarni Ármannsson kom síðan inn í hluthafahóp REI í september 2007. Þá var tilkynnt um markmið félagsins, að afla 50 miljarða í hlutafé sem nota ætti í framkvæmdir og rannsóknir. Bjarni sjálfur lagði til 500 miljónir í félagið. Stefnt var að því að Orkuveitan yrði eigandi 40 prósenta hluta í félaginu.

Deilur um sameiningunaBreyta

Í byrjun október 2007 urðu málefni fyrirtækisins að miklu pólitísku bitbeini í borgarstjórn Reykjavíkur meðal meirihlutastjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Deilt var um hvort og hvenær Reykjavíkurborg ætti að selja hlut sinn í fyrirtækinu. Lyktaði þeim deilum með því að Framsóknarflokkur sleit stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk[3] og tók upp nýtt samstarf við Frjálslynda flokkinn, Vinstri Græna og Samfylkinguna.

TilvísanirBreyta

TenglarBreyta