Ástráður Haraldsson

Ástráður Haraldsson fæddur 27. ágúst 1961 er íslenskur lögmaður og núverandi ríkissáttasemjari. Ástráður lauk lögfræðiprófi 1990 og öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi 1991 og hæstaréttarlögmannsréttindi 1995. Hann starfaði lengi sem hæstaréttarlögmaður þar til hann var skipaður héraðsdómari 2018 og gengdi því embætti til ársins 2023 þegar hann tók við embætti ríkissáttasemjara.[1] Ástráður starfaði á lögmannsstofu Jóhanns Hinriks Níelssonar í nokkur ár og þeir áttu lengi farsælt samstarf.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. „Ástráður Haraldsson hefur verið skipaður ríkissáttasemjari“. www.stjornarradid.is. Sótt 24. október 2024.
  2. Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 24. október 2024.