Brjóstakrabbamein er krabbamein sem myndast í brjóstum. Krabbameinið er algengasta krabbameinið í konum á Íslandi sem og á heimsvísu.[1] Myndun brjóstakrabbameins tengist ógrynna af umhverfis- og erfðatengdum þáttum.[2] Margt þarf að fara úrskeiðis á sama tíma; til dæmis DNA skemmdir, mistök við ónæmiseftirlit líkamans, óvanalegir vaxtarþættir og/eða erfðagallar.

Um 15-20% þeirra sem fá brjóstakrabbamein hafa ættarsögu um sjúkdóminn — þekktastar eru stökkbreytingar í BRCA1 og BRCA2 genunum en þau eru bæði æxlisbæligen. Hættulegustu krabbameinin eru þau sem eru án hormónaviðtaka, þau sem hafa dreift sér til eitla í holhönd eða þau sem sýna erfðabreytileika því erfiðara eru að meðhöndla þau.

Tenglar

breyta
  • „Af hverju er brjóstakrabbamein kvenna svona algengt og hver eru meðferðarúrræðin?“. Vísindavefurinn.

Tilvísanir

breyta
  1. „Population Fact Sheets“ (PDF). Globocan 2020. Sótt 28. maí 2022.
  2. „BRJÓSTAKRABBAMEIN“. ÍSLENSK ERFÐAGREINING (bandarísk enska). 8. júlí 2014. Sótt 28. maí 2022.
   Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.