1655
ár
(Endurbeint frá MDCLV)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1655 (MDCLV í rómverskum tölum) var 55. ár 17. aldar sem hófst á föstudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en mánudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
breyta- 25. mars - Christiaan Huygens uppgötvaði stærsta tungl Satúrnusar, Títan.
- 7. apríl - Fabio Chigi varð Alexander 7. páfi.
- 10. maí - Englendingar hertóku Jamaíka frá Spánverjum.
- 31. júlí - Rússnesk-pólska styrjöldin (1654-1667): Rússneskur her lagði Vilnius undir sig.
- 8. september - Karl 10. Gústaf lagði Varsjá undir sig.
- 19. október - Karl 10. Gústaf lagði Kraká undir sig.
Ódagsettir atburðir
breyta- Stórhlaup varð í Jökulsá á Fjöllum, líklega vegna eldgoss í Kverkfjöllum.
- Jón Magnússon þumlungur varð fyrir galdraofsóknum að eigin mati sem leiddi til Kirkjubólsmálsins.
- Fyrstu fjóru vistmennirnir komu á Holdsveikraspítalann á Hallbjarnareyri.
Fædd
breyta- 4. maí - Bartolomeo Cristofori, ítalskur hljóðfærasmiður (d. 1731).
- 24. nóvember - Karl 11. Svíakonungur (d. 1697).
Dáin
breyta- 7. janúar - Innósentíus 10. páfi (f. 1574).
- 29. júní - Björn Jónsson á Skarðsá annálaritari (f. 1574).
- 28. júlí - Cyrano de Bergerac, franskt leikskáld (f. 1619).
- 24. október - Pierre Gassendi, franskur heimspekingur (f. 1592).