1799
ár
(Endurbeint frá MDCCXCIX)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1799 (MDCCXCIX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 9. janúar - Básendaflóðið olli stórtjóni um öll Suðurnes. Básenda á Miðnesi tók af.
- 28. janúar - Leikritið Narfi eða Sá narraktugi biðill eftir Sigurð Pétursson var frumflutt í Hólavallarskóla.
- Alþingi háð í fyrsta skipti í Reykjavík. Fór þinghald fram í Hólavallarskóla.
- Herranótt skólapilta í Hólavallarskóla bönnuð af pólitískum ástæðum.
- Konungur skipaði nefnd til að gera tillögur um úrbætur í málefnum Hólaskóla.
Fædd
- 12. október - Hannes Stephensen, prestur og alþingismaður (d. 1856).
- Sire Ottesen, veitingakona og ástkona Dillons lávarðar (d. 1878).
Dáin
Erlendis
breyta- 9. janúar - Breski forsætisráðherrann William Pitt yngri lagði á tekjuskatt, tvo skildinga fyrir hvert sterlingspund, til að afla fjár vegna þátttöku Breta í frönsku byltingarstríðin.
- 15. júlí - Franskur skipstjóri fann Rósettusteininn í egypska hafnarbænum Rosetta.
- 29. mars - New York-fylki samþykkti lög sem bönnuðu þrælahald í fylkinu.
- 25. júlí - Napóleon Bonaparte vann sigur á 10.000 manna liði Mamlúka undir forystu Mustafa Pasha við Aboukir í Egyptalandi.
- 12. október - Jeanne Geneviève Labrosse varð fyrsta konan til að stökkva úr loftbelg í fallhlíf úr 900 metrum.
- 9. nóvember - Napóleon náði völdum í Frakklandi og útnefndi sjálfan sig fyrsta konsúl. Franska byltingin endaði.
- 10. desember - Frakkland tók upp metra sem mælieiningu.
- Rússneskt verslunarfélag tók sér verslunarrétt í Alaska.
Fædd
- 17. apríl - Eliza Acton, enskt ljóðskáld og brautryðjandi í matreiðslubókaskrifum (d. 1859)
- 21. maí - Mary Anning, breskur steingervingasafnari og steingervingafræðingur (d. 1847).
- 6. júní - Alexandr Púshkín, rússneskt skáld (d. 1837).
- 18. júní - Prosper Ménière, franskur læknir (d. 1862).
- 4. júlí - Oscar Bernadotte, síðar Óskar 1., konungur Svíþjóðar og Noregs (d. 1859).
Dáin
- 7. febrúar - Qianlong, keisari í Kína (f. 1711 ).
- 2. ágúst - Jacques-Étienne Montgolfier, franskur uppfinningamaður (f. 1745).
- 29. ágúst - Píus VI páfi (f. 1717).
- 14. desember - George Washington, fyrsti forseti Bandaríkjanna (f. 1732)