Herranótt
Herranótt er leikfélag í Menntaskólanum í Reykjavík. Fyrstu heimildir um leikfélagið eru frá 1787. Leikfélagið er talið það elsta á Norðurlöndunum.
Upphaf leikfélagsins má rekja til Skálholtsskóla þegar skólapiltar hófu skólaárið á nokkurs konar uppistandi þar sem aðhlátursefnið voru ræður presta á staðnum. Hafði leikhátíðin á sér brag vikivakahátíða þar sem menn klæddust í hin ýmsu gervi og brugðu sér í allra kvikinda líki.
Í gegnum árin þróaðist svo uppistandið yfir í uppsetningu á leikritum á sviði og fylgdi nafnið Herranótt ávallt, jafnvel þó skólinn flyttist um set reglulega og skipti um nafn; úr Skálholtsskóla í Hólavallarskóla, þaðan í Bessastaðaskóla og loks Menntaskólann í Reykjavík (áður Latínuskólinn og Hinn lærði skóli).
Talið er að fyrsta leikrit Herranætur hafi verið leikritið Bjarglaunin (eftir Geir Vídalín) u.þ.b. árið 1787. Það er einnig talið fyrsta íslenska leikritið sem leikið er á sviði. Leikritið fjallaði um sambýli Íslendinga við hafið. Því má segja að til Herranætur megi rekja upphaf íslenskrar leiklistarsögu. Talið er að skólayfirvöld hafi bannað starfssemi Herranætur á fyrstu árum 19. aldar vegna þess hve leikfélagið þótti pólitískt; "...kominn í það angi af frönsku byltingunni"[1]
Frá því Menntaskólinn í Reykjavík komst í sitt núverandi húsnæði við Lækjargötu í Reykjavík árið 1846 hefur Herranótt sett upp leikrit á hverju ári nær óslitið.
Þekktir leikarar
breytaNokkrir þekktir leikarar sem hafa leikið á Herranótt sem nemendur MR.
- Baltasar Kormákur
- Dagur B. Eggertsson
- Davíð Oddsson
- Dóra Jóhannsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Halldóra Björnsdóttir
- Hilmar Jónsson
- Hilmir Snær Guðnason
- Hrafn Gunnlaugsson
- Kjartan Guðjónsson
- Magnús Geir Þórðarson
- Ólafur Egill Egilsson
- Ólafur Darri Ólafsson
- Ómar Ragnarsson
- Ragnar Kjartansson
- Saga Garðarsdóttir
- Sigríður Hagalín Björnsdóttir
- Steiney Skúladóttir
- Sólveig Arnarsdóttir
- Tinna Gunnlaugsdóttir
- Þórarinn Eldjárn
Uppsetningar Herranætur
breytaÁr | Heiti verks | Höfundur | Leikstjóri | Leikhús |
---|---|---|---|---|
2024 | Herakles | Disney | Jökull Smári Jakobsson | Gamla Bíó |
2023 | Með allt á hreinu | Ágúst Guðmundsson | Vala Fannell | Gamla Bíó |
2022 | Litla hryllingsbúðin | Howard Ashman | Aron Martin Ásgerðarson | Gamla Bíó |
2021 | Frankenstein | Mary Shelley | Brynhildur Karlsdóttir | Aflýst v/ Covid-19 |
2020 | Rómeó og Júlía | William Shakespeare | Jóhann Kristófer Stefánsson og Sigurbjartur Sturla Atlason | Gamla Bíó |
2019 | Rent | Jonathan Larson | Guðmundur Felixson | Gamla Bíó |
2018 | Gísla saga Súrssonar | Jóhann K. Stefánsson | Gamla Bíó | |
2017 | West Side story | Arthur Laurent | Ágústa Skúladóttir | Gamla bíó[2][3] |
2016 | Blóðbrúðkaup | Federico García Lorca | Jón Gunnar Þórðarsson | Gamla bíó[4] |
2015 | Vorið vaknar | Duncan Shaeik og Steven Sater | Stefán Hallur Stefánsson | Gamla bíó[5] |
2014 | Títus | William Shakespeare | Orri Huginn Ágústsson | Gaflaraleikhúsið |
2013 | Doktor Fástus | Gertrude Stein | Brynhildur Guðjónsdóttir | Tjarnarbíó[6] |
2012 | Rökkurrymur | Jacob og Wilhelm Grimm | Kolbrún Halldórsdóttir | Norðurpóllinn[7] |
2011 | Draumur á Jónsmessunótt | William Shakespeare | Gunnar Helgason | Norðurpóllinn[8] |
2010 | Lovestar | Andri Snær Magnason | Bergur Þór Ingólfsson | Norðurpóllinn[9] |
2009 | Meistarinn og Margaríta | Mikhail Bulgakov | Karl Ágúst Þorbergsson | Sætún 8 |
2008 | Nosferatu : í skugga vampírunnar | F.V. Murnau | Ólafur SK Þorsteins | Tjarnarbíó[10] |
2007 | DJ Lilli | Ferenc Molnár | Ólafur Egill Egilsson | Loftkastalinn |
2006 | Birtingur | Voltaire | Friðrik Friðriksson | Tjarnarbíó[11] |
2005 | Að eilífu | Árni Ibsen | Valur Freyr Einarsson | Tjarnarbíó[12] |
2004 | Lodd | Stanley Tucci | Agnar Jón Egilsson | Tjarnarbíó[13] |
2003 | Hundshjarta | Mikhail Bulgakov | Ólafur Egill Egilsson | Tjarnarbíó[14][15] |
2002 | Milljónamærin snýr aftur | F. Dürrenmatt | Magnús Geir Þórðarson | Tjarnarbíó[16] |
2001 | Platonov | Anton Tsjekhov | Ólafur Darri Ólafsson | Tjarnarbíó[17] |
2000 | Ys og þys út af engu | William Shakespeare | Magnús Geir Þórðarson | Tjarnarbíó[18] |
1999 | Þorlákur þreytti | Neal og Ferner | Óskar Jónasson | Tjarnarbíó[19] |
1998 | Vorið kallar | Frank Wedekind | Hilmar Jónsson | [20] |
1997 | Andorra | Max Frisch | Magnús Geir Þórðarson | Tjarnarbíó[21] |
1996 | Sjálfsmorðinginn | Nikolaj Erdman | Magnús Geir Þórðarson | Tjarnarbíó[22] |
1995 | Baal | Berthold Brecht | Halldór E. Laxness | Tjarnarbíó[23] |
1994 | Sweeney Todd | Christopher Bond | Óskar Jónasson | Tjarnarbíó[24][25] |
1993 | Drekinn | Jewgeni Schwarz | Hallmar Sigurðsson | Tjarnarbær[26] |
1992 | Salka Valka | Halldór Laxness | Sigrún Valbergsdóttir | Iðnó[27] |
1991 | Hjá Mjólkurskógi | Dylan Thomas | Viðar Eggertsson | Tjarnarbíó |
1990 | Vindsórkonurnar kátu | William Shakespeare | Hlín Agnarsdóttir | Iðnó |
1989 | Tóm ást | Sjón | Kolbrún Halldórsdóttir | Tjarnarbíó |
1988 | Góða sálin í Sesúan | Bertolt Brecht | Þórhallur Sigurðsson | Tjarnarbíó |
1987 | Rómeó og Júlía | William Shakespeare | Þórunn Sigurðardóttir | Félagsstofnun stúdenta |
1986 | Húsið á hæðinni | Sigurður Pálsson | Þórhildur Þorleifsdóttir | Félagsstofnun stúdenta |
1985 | Náðarskotið | Horace McCloy | Viðar Eggertsson | Broadway |
1984 | Oklahoma | Rodgers/Hammerstein | Kolbrún Halldórsdóttir | Tónabær |
1983 | Prjónastofan Sólin | Halldór Laxness | Andrés Sigurvinsson | Hafnarbíó |
1982 | Ó, þetta er indælt stríð | C. Chilton, J. Littlewood | Þórhildur Þorleifsdóttir | Félagsheimili Seltjarnarness |
1981 | Ys og þys út af engu | William Shakespeare | Andrés Sigurvinsson | Félagsheimili Seltjarnarness |
1980 | Umhverfis jörðina á 80 dögum | B. Ahlfors | Jórunn Sigurðardóttir | Austurbæjarbarnaskóli |
1979 | Yvonne | W. Gombrowicz | Hrafn Gunnlaugsson | Hótel Borg |
1978 | Albert á brúnni | T. Stoppard | Þórhallur Sigurðsson | Breiðholtsskóli |
1977 | Sú gamla kemur í heimsókn | F. Dürrenmatt | Helgi Skúlason | Félagsheimili Seltjarnarness |
1976 | Járnhausinn | Jónas og Jón Múli Árnasynir | Steinunn Jóhannesdóttir | Félagsheimili Seltjarnarness |
1975 | Smáborgarabrúðkaup og spæja | Bertolt Brecht | Kjartan Ragnarsson | Austurbæjarbíó |
1974 | Lísa í Undralandi | K. Hagerup | Pétur Einarsson | Austurbæjarbíó |
1973 | Dóri í dáinsheimum | C.E. Soya | Pétur Einarsson | |
1972 | Bílakirkjugarðurinn | F. Arrabal | Hilde Helgason | Austurbæjarbíó |
1971 | Draumur á Jónsmessunótt | William Shakespeare | Hilde Helgason | Háskólabíó |
1970 | Lýsistrata | Aristófanes | Brynja Benediktsdóttir | Háskólabíó |
1969 | Bubbi kóngur | A. Jarry | ||
1968 | Betlaraóperan | J. Gay | ||
1967 | Allt í misgripum | William Shakespeare | ||
1966 | Bunbury | Oscar Wilde | ||
1965 | Grímudans | L. Holberg | ||
1964 | Ímyndunarveikin | J.B. Molière | ||
1963 | Kappar og vopn | B. Shaw | ||
1962 | Enarus Montanus | L. Holberg | ||
1961 | Beltisránið | B.W. Levy | ||
1960 | Óvænt úrslit | William Douglas Home | ||
1959 | Þrettándakvöld | William Shakespeare | ||
1958 | Vængstýfðir englar | S. og B. Spewack | ||
1957 | Kátlegar kvonbænir | Oliver Goldsmith | ||
1956 | Uppskafningurinn | J.B. Molière | ||
1955 | Einkaritarinn | C. Hawtry | ||
1954 | Aurasálin | J.B. Molière | ||
1953 | Þrír í boði | L. du G. Peach | ||
1952 | Æskan við stýrið | H. Griffith | ||
1951 | Við kertaljós | S. Geyer | ||
1950 | Stjórnvitri leirkerasmiðurinn | L. Holberg | ||
1949 | Mírandólína | C. Goldoni | ||
1948 | Allt í hönk | N. Coward | ||
1947 | Laukur ættarinnar | S. Lennox Robinson | ||
1946 | Enarus Montanus | L. Holberg | ||
1945 | Kappar og vopn | G.B. Shaw | ||
1944 | Hviklynda ekkjan | L. Holberg | ||
1943 | Fardagar | H. Hertz | ||
1942 | Spanskflugan | F. Arnold og E. Bach | ||
1940 | Frænka Charley´s | B. Thimas | ||
1939 | Einkaritarinn | C. Hawtrey | ||
1938 | Tímaleysinginn | L. Holberg | ||
1937 | Tveggja þjónn | C. Goldoni | ||
1936 | Rakarinn í Sevilla | Beumarchais | ||
1935 | Henrik og Pernilla | L. Holberg | ||
1934 | Afbrýðisemi og íþróttir | Reihmann og Schwarz | ||
1933 | Landabrugg og ást | Reihmann og Schwarz | ||
1932 | Saklausi svallarinn | F. Arnold og E. Bach | ||
1931 | Sundgarpurinn | F. Arnold og E. Bach | ||
1930 | Jakob von Tyboe | L. Holberg | ||
1929 | Hjónaástir | J.B. Molière | ||
1928 | Ást og auður | F. Mallesille | ||
1927 | Töfrahringurinn | J. Hostrup | ||
1925 | Harpagon | J.B. Molière | ||
1924 | Pólitíski leirkerasmiðurinn | L. Holberg | ||
1923 | Erasmus Montanus | L. Holberg | ||
1922 | Ekki er allt gull sem glóir | L. Holberg | ||
1913 | Misskilningurinn | J. Heiberg | ||
1913 | Hermannaglettur | J. Hostrup | ||
1912 | Vinningurinn | E. Bögh | ||
1912 | Apinn | J. Heiberg | ||
1904 | Tvídrepinn | J. Oxenford | ||
1904 | Jómfrúin | E. Bögh | ||
1903 | Box og Kox | ? | ||
1903 | Hinn þriðji | J. Hostrup | ||
1903 | Gestirnir í sumarleyfinu | J. Hostrup | ||
1902 | Einfeldningurinn | E. Bögh | ||
1902 | Præsens II | Þórður Sveinsson | ||
1901 | Volmer kemur til Sóreyar | ? | ||
1901 | Ritdómarinn og dýrið | J. Heiberg | ||
1901 | Præsens I | Þórður Sveinsson | ||
1899 | Meinlokan | E. Labiche | ||
1899 | Andbýlingarnir | J. Hostrup | ||
1898 | Kostgangararnir | E. Scribe | ||
1898 | Assessorinn veitir áheyrn | H. Hertz | ||
1897 | Andbýlingarnir (nokkur atriði) | J. Hostrup | ||
1897 | Féleysi og lausafé | ? | ||
1897 | Vitlausraspítalinn | Moser | ||
1896 | Þar sem enginn þekkir mann… | Guðmundur Guðmundsson | ||
1896 | Hansen | Stúdentar | ||
1896 | Jensen kemur | E. Bögh | ||
1895 | Þjónninn meðbiðill húsbónda síns | A. Le Sage | ||
1895 | Bernskuást | E. Scribe | ||
1895 | Lotteríseðillinn | Ch. Schröder | ||
1894 | Uppgjafahermennirnir | ? | ||
1894 | Misskilningur á misskilning ofan | E. Scribe | ||
1894 | Lotteríseðillinn | Ch. Schröder | ||
1893 | Misskilningur á misskilning ofan | E. Scribe | ||
1893 | Andbýlingarnir | J. Hostrup | ||
1892 | Nei | J. Heiberg | ||
1892 | Hrekkjabrögð Scapins | J.B. Molière | ||
1892 | Stundarhefð Pernillu | L. Holberg | ||
1891 | Hrekkjabrögð Scapins | J.B. Molière | ||
1891 | Arabíska duftið | L. Holberg | ||
1890 | Sjónleikir | ? | ||
1890 | Neyddur til að vera læknir | J.B. Molière | ||
1890 | Í myrkri | H. Lindemand | ||
1889 | Brandur | Geir Vídalín | ||
1889 | Narfi | Sigurður Pétursson | ||
1888 | Málsháttaleikir | ? | ||
1886 | Neyddur til að vera læknir | J.B. Molière | ||
1886 | Hann drekkur | Conradi | ||
1886 | Erasmus Montanus | L. Holberg | ||
1886 | Andbýlingarnir | J. Hostrup | ||
1886 | Den prægtige methode | S. Neumann | ||
1886 | I mörke | H. Lindemand | ||
1886 | Sqanarels reise til filosofernes land | L. Holberg | ||
1885 | Nei | J. Heiberg | ||
1885 | Neyddur til að kvongast | J.B. Molière | ||
1885 | Hinn þriðji | J. Hostrup | ||
1885 | Hermannaglettur | J. Hostrup | ||
1884 | Hrólfur | Sigurður Pétursson | ||
1884 | Smáleikir | ? | ||
1882 | Brellurnar | J. Hostrup | ||
1882 | Prófastsdóttirin | Valtýr Guðmundsson, Stefán Stefánss. | ||
1880 | Brandmajorinn | Einar Hjörleifsson | ||
1880 | Hermannaglettur | J. Hostrup | ||
1880 | Útilegumennirnir | Matthías Jochumsson | ||
1875 | Þjóðviljinn | Matthías Jochumsson | ||
1875 | Umsækjandinn | J. Heiberg | ||
1875 | Tímaleysinginn | L. Holberg | ||
1875 | Stjórnvitri leirkerasmiðurinn | L. Holberg | ||
1871 | Heimkoman | Ólafur Bjarnason | ||
1871 | Nýársnóttin | Indriði Einarsson | ||
1868 | Fé og ást | Jón Ólafsson | ||
1868 | Lærifeður og kenningarsveinar | Kristján Þór, Jón Ól. ofl. | ||
1867 | Misskilningurinn | Kristján Jónsson | ||
1867 | Jólastofan | L. Holberg | ||
1867 | Í jólaleyfinu | Valdimar Briem | ||
1866 | Gestkoman ofl. | Kristján Jónsson | ||
1866 | Í jólaleyfinu | Valdimar Briem | ||
1849 | Tímaleysinginn | L. Holberg | Langa loft, Skólahúsinu | |
1848 | Erasmus Montanus | L. Holberg | ||
1847 | Samtalsþættir | Stúdentar | ||
1846 | Samtalsþættir | Stúdentar | ||
1796 | Slaður og Trúgirni[28] | Sigurður Pétursson | ||
1787 | Bjarglaunin | Geir Vídalín |
Tengt efni
breytaFrúardagur - leikfélag nemendafélagsins Framtíðin
Heimildir
breyta- Heimasíða Menntaskólans í Reykjavík - leikrit frá 1846
- http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1066767/
- ↑ http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2943741
- ↑ http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/03/03/radast_a_gardinn_thar_sem_hann_er_haestur/
- ↑ http://www.mbl.is/smartland/samkvaemislifid/2017/03/06/gudni_th_a_frumsyningu_herranaetur/
- ↑ http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/02/29/stutfull_af_hita/
- ↑ http://www.mbl.is/folk/frettir/2015/02/26/faera_herranott_a_annad_level/
- ↑ http://www.mbl.is/folk/frettir/2013/03/01/fast_a_herranott/
- ↑ http://www.mbl.is/frettir/forsida/2012/02/24/heimur_thar_sem_allt_getur_gerst/
- ↑ http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1369402/
- ↑ http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1323742/
- ↑ http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1184678/
- ↑ http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1066767/
- ↑ http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1003383/
- ↑ http://www.mbl.is/greinasafn/grein/788113/
- ↑ http://www.mbl.is/greinasafn/grein/716151/
- ↑ http://www.mbl.is/folk/frettir/2003/02/16/herranott_mr_synir_hundshjartad_mannhundar_i_moskvu/
- ↑ http://www.mbl.is/greinasafn/grein/652048/
- ↑ http://www.mbl.is/greinasafn/grein/592739/
- ↑ http://www.mbl.is/greinasafn/grein/526226/
- ↑ http://www.mbl.is/greinasafn/grein/454800/
- ↑ http://www.mbl.is/greinasafn/grein/386588/
- ↑ http://www.mbl.is/greinasafn/grein/319723/
- ↑ http://www.mbl.is/greinasafn/grein/253411/
- ↑ http://www.mbl.is/greinasafn/grein/179428/
- ↑ http://www.mbl.is/greinasafn/grein/124968/
- ↑ http://www.mbl.is/greinasafn/grein/129504/
- ↑ http://www.mbl.is/greinasafn/grein/101615/
- ↑ http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1760946
- ↑ http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=241485&lang=i