1762
ár
(Endurbeint frá MDCCLXII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1762 (MDCCLXII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Manntal tekið á Íslandi. Það var þó ófullkomið og oftast var aðeins húsbóndinn nafngreindur.
- Erlendur Ólafsson sýslumaður í Ísafjarðarsýslu dæmdur frá embætti í þriðja sinn fyrir margvíslegt misferli.
- október - Bæli útilegumanna fannst undir Arnarfelli. Þeir komust undan á flótta.
Fædd
- 13. nóvember - Benedikt Jónsson Gröndal, dómari í Landsyfirrétti (d. 1825).
- 27. desember - Magnús Stephensen konferensráð (d. 1833).
- Ólafur Thorlacius, verslunar- og útgerðarmaður á Bíldudal (d. 1815).
- 25. apríl - Sveinn Pálsson, læknir og náttúrufræðingur.
Dáin
- Ólafur Jónsson (lögsagnari), sýslumaður.
Erlendis
breyta- 4. janúar - Sjö ára stríðið: Bretland lýsti stríði á hendur Spáni og Konungsríkinu Napólí
- 5. janúar - Pétur 3. varð Rússakeisari. Honum var steypt af stóli nokkrum mánuðum síðar og hann síðan myrtur. Talið er að kona hans, Katrín mikla, hafi staðið að baki tilræðinu.
- 15. febrúar - Um 30.000 Síkar voru drepnir á Indlandi í Púnjab.
- 5. maí - Sjö ára stríðið: Rússar og Prússar gerðu friðarsamning íSankti Pétursborg. Tveim vikum síðar sömdu Prússar og Svíar frið í Hamborg.
- 9. júlí - Katrín mikla varð keisaraynja Rússlands eftir að maður hennar, Pétur 3. hafði verið þvingaður til að segja af sér.
- 13. ágúst - Sjö ára stríðið: Spánverjar létu af hendi Havana til Breta eftir 2 mánaða bardaga.
- 5. október - Óperan Orfeus og Evridís eftir tónskáldið Cristoph Willibald Gluck var frumflutt í Vínarborg.
- 6. október - Bretar náðu Manila á Filippseyjum af Spánverjum.
- Jean-Jacques Rousseau gaf út Samfélagssáttmálann (Du contract social).
- Frakki að nafni Dumas hóf framleiðslu og sölu púsluspila fyrstur manna.
- Sænski náttúrufræðingurinn Carl von Linné var sæmdur aðalstign fyrir störf sín.
Fædd
- 18. mars - Karl Christian Gmelin, þýskur grasafræðingur.
- 25. mars - Thomas-Alexandre Dumas, franskur hershöfðingi.
- 12. ágúst - Georg 4. Englandskonungur (d. 1830).
- 1. nóvember - Spencer Perceval, forsætisráðherra Bretlands.
Dáin
- 5. janúar - Elísabet Rússakeisaraynja (f.1709).
- 21. mars - Nicolas Louis de Lacaille,franskur stjarnfræðingur, stærðfræðingur og kortagerðarmaður.
- 17. júlí - Pétur 3. Rússakeisari (f. 1728).
- 21. ágúst - Lafði Mary Wortley Montagu, enskur rithöfundur (f. 1689).