Ólafur Jónsson (lögsagnari)

Ólafur Jónsson (f. 1687, d. 1761[1] eða 1762[2]) var lögsagnari og sýslumaður á Eyri í Seyðisfirði við Ísafjarðardjúp. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson og Guðbjörg Jónsdóttir, sem bjuggu á Skarði í Ögursveit 1703 og síðar í Vigur. Kona Ólafs var Guðrún Árnadóttir. Þau áttu 7 börn og auk þeirra átti Ólafur einn son fyrir hjónaband. Af Ólafi og Guðrúnu eru komnar mjög stórar ættir, ein frá hverju barni þeirra og eru þau í hópi mestu ættforeldra hér á landi. Öll börn þeirra komust til manns og sum til töluverðra áhrifa hérlendis eða erlendis. Elsti sonur Ólafs var Árni Ólafsson, prestur í Gufudal, og varð hann ættfaðir Gufudalsættar. Börn Ólafs og Guðrúnar voru þessi: Þórður stúdent, bóndi í Vigur og ættfaðir Vigurættar; Jón vísilögmaður í Víðidalstungu, ættfaðir Víðidalstunguættar; Sigurður, bóndi og stúdent í Ögri, ættfaðir Ögurættar; Magnús, hreppstjóri og bóndi í Súðavík, ættfaðir Súðavíkurættar; Sólveig, prestsfrú í Holti í Önundarfirði, ættmóðir Holtsættar; Ingibjörg, prestsfrú á Rafnseyri í Arnarfirði, ættmóðir Rafnseyrarættar og Ólafur „Olavius“, heimspekingur og embættismaður í Danmörku, ættfaðir Ólavíusarættar.

Neðanmálsgreinar

breyta
  1. Íslenskar æviskrár IV, 61
  2. Íslendingabók