1755
ár
(Endurbeint frá MDCCLV)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1755 (MDCCLV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 12. ágúst - Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson boruðu í Laugardal við Reykjavík er þeir rannsökuðu jarðhita. Var þetta í fyrsta sinn sem jarðbor var notaður á Íslandi.
- 11. september - Á Skjálfanda á Norðurlandi varð mikill jarðskjálfti með skriðuföllum og sprungumyndunum. Hús féllu á Húsavík og Tjörnesi og tveir bátar fórust í flóðbylgju frá skjálftanum. Karlinn, steindrangur við Drangey, hrundi í jarðskjálftanum.
- 17. október - Katla gaus miklu gjóskugosi. Gosið stóð fram á næsta ár, eða í 120 daga.
- Byggingu Viðeyjarstofu, elsta húss Reykjavíkur, lauk.
- Gísli Magnússon varð biskup á Hólum.
- Stjórnin í Kaupmannahöfn gaf út tilskipun um bætta meðferð birkiskóga og skógarleifa á Íslandi en henni var þó lítið sinnt.
- Skúli Magnússon lét smíða dugguna Haffrú í Örfirisey og var það upphaf skipasmíða í Reykjavík.
Fædd
Dáin
- Jóhann Gottrup, sýslumaður og klausturhaldari (f. 1691).
Opinberar aftökur
Erlendis
breyta- 25. janúar - Moskvuháskóli stofnaður.
- 13. febrúar - Soldánsdæmið Mataram skiptist í tvennt þegar Hollendingar lögðu undir sig Jövu.
- 15. apríl - Samuel Johnson gaf út orðabók sína, sem hann hafði unnið að í níu ár.
- 3. maí - Frakkar sendu þúsundir hermanna til nýlenda sinni í Québec og Novia Scotia til að vernda þær gegn breskri árás.
- 5. júní - Skoski efnafræðingurinn Joseph Black lýsti uppgötvun sinni á koldíoxíði og magnesíum.
- 10. ágúst - Bretar hófu að reka út Acadía, franska íbúa Nýja Frakklands í austanverðri N-Ameríku.
- 1. nóvember - Mikill jarðskjálfti og flóðbylgja í kjölfar hans lögðu borgina Lissabon í Portúgal í rúst. Um 40.000 létust.
- Hótel d'Angleterre í Kaupmannahöfn, eitt fyrsta lúxushótelið, var reist.
Fædd
- 11. janúar - Alexander Hamilton, fyrsti fjármálaráðherra Bandaríkjanna. (d. 1804)
- 1. apríl - Jean Anthelme Brillat-Savarin, franskur lögfræðingur, rithöfundur og lífsnautnamaður (d. 1826).
- 16. apríl - Élisabeth Louise Vigée Le Brun, franskur portrettmálari. (d. 1842)
- 2. nóvember - Marie Antoinette, drottning Frakklands (d. 1793).
- 17. nóvember - Loðvík 18., konungur Frakklands (d. 1824).
Dáin
- 10. febrúar - Montesquieu, franskur heimspekingur (f. 1689).
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is, sótt 15.2.20202.