Montesquieu
Franskur samfélagsskýrandi, stjórn- og heimspekingur (1689–1755)
Charles-Louis de Secondat, Baron de La Brède et de Montesquieu (f. 18. janúar 1689 í Bordeaux – 10. febrúar 1755), þekktari sem Montesquieu, var franskur félagslegur hugsuður, stjórnspekingur og réttarheimspekingur sem var uppi á tíma upplýsingarinnar. Hann er frægastur fyrir kenningu sína um aðgreiningu ríkisvaldsins, sem gengið er út frá í nútíma stjórnmálaheimspeki og stjórnmálafræði og er víða um heim tryggð í stjórnarskrám ríkja. Til hans má rekja vinsældir hugtakanna „lénsveldi“ og „Býsansríkið“.
Vestræn heimspeki Nýaldarheimspeki, (Heimspeki 18. aldar) | |
---|---|
![]() | |
Nafn: | Charles-Louis de Secondat, Baron de La Brède et de Montesquieu |
Fæddur: | 18. janúar 1689 (í Bordeaux í Frakklandi) |
Látinn: | 10. febrúar 1755 (66 ára) |
Helstu viðfangsefni: | Stjórnspeki |
Heimild Breyta
- Fyrirmynd greinarinnar var „Charles de Secondat, baron de Montesquieu“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 30. desember 2006.