Listi yfir mótmæli og óeirðir á Íslandi
(Endurbeint frá Mótmæli á Íslandi)
Þetta er listi yfir helstu mótmæli og óeirðir á Íslandi þar sem fólk hefur komið saman til að sýna andstöðu sína við ríkjandi vald eða til að sýna samstöðu í verkfalli.
Mótmæli, verkfallsdeilur og óeirðir Íslandi
breyta- 2016 - Í apríl 2016 mótmæltu yfir 22.000 manns vegna leka á gögnum úr skattaskjólum, þ.e. Panamaskjölin.[1]
- 2014 - Mótmælin gegn afturköllun umsóknar um aðild Íslands að Evrópusambandinu
- 2013 - Mótmæli Hraunavina vegna lagningu nýs Álftanessvegar í gegnum Gálgahraun. Handtökur þann 21. október 2013.
- 2011 - Þann 1. október voru haldin mótmæli við Austurvöll og undirskriftalisti Hagsmunasamtaka heimilanna, sem hafði að geyma nöfn 34 þúsund Íslendinga, um að lán heimilanna verði leiðrétt og að verðtrygging verði afnumin var afhent forsætisráðherra.[2]
- 2009-2010 - Mótmæli á Íslandi yfir 2009 og 2010.
- 2008-2009 - Mótmælin í kjölfar efnahagskreppunnar 2008.
- 2008 - Mótmæli vörubílstjóra á Íslandi 2008, sem komu til vegna þess að vörubílstjórar kröfðust lægra bensínverðs og að hvíldarskylda yrði rýmkuð.
- 2005 - Kvennafrídagurinn síðari, haldinn í 30 ára minningu þess fyrri. Tugþúsundir karla og kvenna komu saman í miðbæ Reykjavíkur.
- 1975 - Kvennafrídagurinn, mótmæli sem fóru fram á Lækjartorgi og víða um land.
- 1973 - Þorskastríðin: 3-4000 manns söfnuðust fyrir utan breska sendiráðið og brutu nánast allar rúður í húsinu með grjótkasti.
- 1968 - Þorláksmessuslagurinn, sem kom til vegna Víetnamsstríðsins.
- 1959 - Róstan á Siglufirði 1959, sem var róstursamasta nótt í sögu Siglufjarðar. Kom til vegna slagsmála áhafna síldarveiðiskipa sem ekki komust inn á dansleik. Um 200 síldarveiðiskipa var í höfn og lögreglan notaði táragas.
- 1949 - Óeirðirnar á Austurvelli 1949, mótmæli sem urðu við inngöngu Íslands í NATO.
- 1939 - Hlífardeilan, verkfallsdeila í Hafnarfirði.
- 1934 - Borðeyrardeilan, verkfallsdeila á Borðeyri.
- 1933 - Nóvu-deilan, verkfallsdeila á Akureyri.
- 1933 - Sjómannakaupdeilan, kaupdeila í Vestmannaeyjum.
- 1932 - Gúttóslagurinn, kaupdeila í Reykjavík.
- 1930 - Skírdagsslagurinn, verkfallsdeila í Vestmanneyjum.
- 1905 - Símamálið, þegar deilt var um það hvort velja ætti sæsímasamband eða loftskeytasamband.
Tilvísanir
breyta- ↑ Segja um 22 þúsund hafa mætt á Austurvöll Vísir. skoðað 24. maí, 2016.
- ↑ Fólk streymir á Austurvöll
34.000 Íslendingar krefjast leiðréttingar
Tengt efni
breyta- Listi yfir Keflavíkurgöngur
- Listi yfir mótmælaaðgerðir Samtaka herstöðvaandstæðinga