Kvennafrídagurinn síðari
Kvennafrídagurinn síðri var haldin þann 24. október 2005 og eru ein fjölmennustu mótmæli sem hafa verið skipulögð á Íslandi. Konur gengur út klukkan 14:08 en þá var vinnuframlag kvenna lokið miðað við hlutfallsleg laun karlmanna.
Talið er að um 50 þúsund konur og karlar hafi lagt leið sína niður í miðbæ Reykjavíkur með potta og ýmis áhöld til þess að láta í sér heyra en slagorð göngunnar var: ,,Konur höfum hátt” í merkingunni um háværa kröfu um jafnrétti. Þá mátti einnig sjá kröfuspjöld og fána[1].
Síðan gangan átti sér stað þá hafa konur lagt störf sín niður tvisvar, árið 2010 og 2016. Ef heldur fram sem horfir þá þurfa konur að bíða til ársins 2068 til þess að vera með sömu laun og karlar.[2]
Gangan
breytaGangan hófst á Skólavörðuholti og lá leiðin niður á Ingólfstorg þar sem útifundurinn hófst klukkan 16:00. Á fundinum voru fluttar barátturæður, leikþættir og gjörningar. Þá komu einnig hljómsveitir og sungu baráttusöngva. Fundastýra var Edda Björgvinsdóttir leikkona. Meðal þeirra sem fluttu ávörp voru; Valgerður Bjarnadóttir, Amal Tamini, Kristrún Björg Loftsdóttir og Marín Þórsdóttir, fulltrúar heildarsamtaka launþega, Katrín Anna Guðmundsdóttir og fleiri. Meðal þeirra hljómsveita sem komu fram voru; Léttsveit Reykjavíkur, Hljómsveitin Heimilistónar, Kór Kvennakirkjunnar og hljómsveitin ,,Áfram stelpur”.[3]
Samstarfsaðilar göngunnar
breytaÞau samtök sem komu að undirbúning Kvennafrídagsins voru: Femínistafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennakirkjan, Kvenréttindafélag Íslands, Kvennasögusafn Íslands, Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands, Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, Samtök um kvennaathvarf, Stígamót og UNIFEM á Íslandi.
Heildarsamtök launamanna komu einnig að undirbúningi, þau eru: ASÍ, BHM, BSRB og KÍ.[1]
Hátíðarhöld utan Reykjavíkur
breytaKvennafrídagurinn árið 2005 var ekki aðeins haldinn hátíðlegur í Reykjavík. Víða um land voru skipulögð hátíðahöld þar sem konur á öllum aldri komu saman. Á Egilsstöðum var mæting langt fram úr vonum, upphaflega áttu hátíðarhöldin að vera í sal á Hótel Héraði en fljótlega þurfti að flytja þau í íþróttahús bæjarins vegna þess fjölda kvenna sem voru mættar til að krefjast jafnréttis. Á Akureyri voru hátíðarhöldin í Sjallanum og mætingin þar var svo góð að margir þurftu að fylgjast með utandyra. Á Hvanneyri, þar sem íbúafjöldi var aðeins um 280 manns, var bæði kröfuganga og baráttufundur þar sem 40% íbúa mættu og pottaglamur þeirra var áberandi. [4]
Merkir áfangar á kvennadeginum síðari
breytaKvennafrídagurinn árið 2005 var þýðingarmikill fyrir þær sakir að 30 ár voru síðan konur lögðu fyrst niður störf til þess að mótmæla ójafnrétti kynja og launamismuninn[5]. Árið 2005 voru einnig liðin 90 ár frá því konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Kristján konungur X. samþykkti þann 19.júní 1915 nýja stjórnarskrá frá Alþingi er kvað á um að allar íslenskar konur 40 ára og eldri skyldu hafa kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þessum aldursákvæðum var breytt árið 1920 og fengu þá konur jafnan kosningarétt á við karla. Árið 2005 þegar haldið var upp á Kvennafrídaginn síðari en þá voru liðin 25 ár frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands og varð með því fyrsta kona í heiminum til að verða þjóðkjörinn forseti lýðræðisríkis. Þá voru 35 ár liðin frá því að Rauðsokkahreyfingin var stofnuð á Íslandi.[6]
Áhrif göngunnar
breytaÁrið 2005 gengu konur út klukkan 14:08, árið 2010 gengu konur út klukkan 14:25 og árið 2016 gengu þær út klukkan 14:38, allt í samræmi við vinnuframlag kvenna miðað við hlutfallsleg laun karla. Það þýðir að konur hafa grætt hálftíma á ellefu árum eða tæplega þrjár mínútur á hverju ári. Með þessu áframhaldi þurfa konur að bíða í 52 ár eftir að hafa sömu laun og sömu kjör og karlar, eða til ársins 2068. [7]
Sjá einnig
breytaTilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 https://rikk.hi.is/kvennafridagurinn-24-oktober-2005/
- ↑ http://www.humanrights.is/is/moya/news/kvennafridagurinn-manudaginn-24-oktober-kl-14-38
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. apríl 2017. Sótt 18. janúar 2017.
- ↑ http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=262541&pageId=3680057&lang=is&q=24%20okt%F3ber%202005
- ↑ http://kvennasogusafn.is/index.php?page=kvennafri-2005
- ↑ http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5118042 bls.16-22
- ↑ http://www.humanrights.is/is/moya/news/kvennafridagurinn-manudaginn-24-oktober-kl-14-38