Samtökin Raddir fólksins leggja áherslu á friðsamleg fjöldamótmæli og að máttur fjöldans muni færa þjóðinni stjórnarbætur og nýtt Ísland. Raddir fólksins stóðu fyrir svokölluðum laugardagsmótmælum þar sem samtökin boðuðu til 31 útifundar á Austurvelli á jafnmörgum laugardögum í röð, en aðdragandi fyrsta fundarins var strax í kjölfar hruns bankakerfisins og setningu neyðarlaga í byrjun október 2008. Yfirskrift útifundanna var að mótmæla siðleysi banka, auðmanna og stjórnvalda og að mynda breiðfylkingu gegn ástandinu í landinu. Yfirlýstar kröfur samtakanna voru margvígslegar og þróuðust og breyttust í takt við aðstæður en kröfurnar við stofnun samtakanna voru:

  1. Burt með ríkisstjórnina
  2. Burt með stjórnir Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins
  3. Kosningar svo fljótt sem auðið er.

Einn stofnandi samtakanna og helsti fundarstjóri útifundanna, Hörður Torfason, sá sig knúinn í að senda frá sér yfirlýsingu þess efnis að samtökin væru að öllu leyti óflokkspólitísk og byggðu á sjálfssprottnu og ólaunuðu framtaki þjóðhollra Íslendinga sem blöskraði aðför bankastjórna, fjárglæpamanna og stjórnmálamanna að sjálfstæði þjóðarinnar. Hann sagði að tilefnið væri mannréttindabrot á heilli þjóð og að starfinu sinnti hann af einlægri sannfæringu og heillindum[1].

Samtökin notuðu fjölmiðla og félagsmiðla til að minna á útifundina og yfirskriftir þeirra og mættu samtals tugi þúsunda manns alls á útifundina.

Samtökin leituðu m.a. til Reykjavíkurborgar þar sem forsvarsmenn fóru fram á að borgin útvegaði samtökunum húsnæði til fundarhalda og skrifstofustarfssemi [2].

Tilvísanir

breyta

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.