Lauftré eru tré af fylkingu dulfrævinga (Angiospermae) sem hylja þau fræ sín aldini. Sum þeirra eru sumargræn sem þýðir að lauf þeirra haldast að sumri til en falla að hausti. Á haustin draga sumargræn lauftré nitur og kolefni úr laufþekjunni niður í rætur áður en laufin falla af. Af þeim sökum litast laufin haustlitum. Efnin sem dregin eru í ræturnar nýtast í vöxt næsta ár. Laufskógar eru einkennandi fyrir laufskógabeltið sem tekur við sunnan barrskógabeltisins. Í laufskógabeltinu eru mildir, stuttir vetur og hlý sumur.

Eikarskógur í Danmörku að vetri
Laufskógur í Hildesheim, Þýskalandi
Haustlitir

Lýsing breyta

Lauftré hafa flöt og misbreið lauf. Lauftré vaxa bæði á hæðina og breiddina þótt mikill munur sé á því frá einni tegund til annarrar. Króna lauftrjáa er gjarnan kúlulaga. Laufin eru breið til að þau geti sem best tekið við sólarljósinu. Flest lauftré blómstra á vorin en hjá mörgum þeirra eru blómin mjög lítil og lítt áberandi. Á sumum lauftrjám myndast þyrpingar smárra blóma sem kallast reklar.[1]

Á Íslandi breyta

Þrjár tegundir lauftrjáa hafa fundist villtar á Íslandi: ilmbjörk, ilmreynir og blæösp. Gulvíði og loðvíði mætti ef til vill telja með en þeir eru oftast smávaxnir runnar. Ótal aðrar tegundir hafa verið fluttar til landsins á 20. öld.

Listi lauftrjáa sem ræktuð hafa verið á Íslandi breyta

(listinn er ekki tæmandi)

Tengt efni breyta

Heimildir breyta

  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. september 2015. Sótt 21. ágúst 2015.