Snælenja

Trétegund

Snælenja (Nothofagus antarctica) er lauftré frá suðurodda Suður-Ameríku af ættkvíslinni Nothofagaceae. Telst það vera suðlægasta tré í heimi.

Snælenja
N. antarctica í Torres del Paine þjóðgarðinum, Síle.
N. antarctica í Torres del Paine þjóðgarðinum, Síle.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Beykibálkur (Fagales)
Ætt: Nothofagaceae
Ættkvísl: Nothofagus
Tegund:
N. antarctica

Tvínefni
Nothofagus antarctica
(Forster) Oerst.
Samheiti

Nothofagus uliginosa (A.DC.) Krasser
Nothofagus montagnei (Hombr. & Jacquinot) Krasser
Fagus uliginosa Phil. ex A.DC.
Fagus montagnei Hombr. & Jacquinot
Fagus antarctica var. uliginosa
Fagus antarctica var. sublobata
Fagus antarctica var. subalpina
Fagus antarctica var. palustris
Fagus antarctica var. microphylla
Fagus antarctica f. latifolia
Fagus antarctica G.Forst.
Fagus alpina Poepp. ex A.DC.
Calucechinus montagnei (Hombr. & Jacquinot) Hombr. & Jacquinot ex Decne.
Calucechinus antarctica (G.Forst.) Hombr. & Jacquinot ex Decne.

Lauf snælenju

Lýsing

breyta

Snælenja þekur hlíðar hátt í fjöll upp í Chile og Argentínu og vex í dölum Eldlandsins. Það er lítið, sumargrænt tré með flæktar greinar eða runni allt að 17 m hár í heimkynnum sínum. Krónan er óregluleg. Lauf haldast græn á trénu langt eftir hausti. Skyld tegund er hvítlenja (Nothofagus pumilio).

Á Íslandi

breyta

Snælenja virðist dafna við sömu skilyrði og birki, en þarf þó betra skjól og meiri framræslu. Vex oftast sem runni og er til í trjásöfnum og einstökum görðum.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. ágúst 2020. Sótt 10. ágúst 2015.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.