Dodongreynir , einnig kallaður ulleungreynir og pálmareynir (Sorbus ulleungensis) er reynitegund sem uppruninn er úr Kóreu, nánar tiltekið af Ulleungdo-eyju. Hann er skyldur fjallareyni og verður um 6-10 metrar í fullri hæð. Blöð Dodong eru stærri en á flestum reynitegundum og eru haustlitir eru eldrauðir. Tegundin hefur verið gróðursett á Íslandi og er reynsla góð.

Dodongreynir
Eintak á Englandi
Eintak á Englandi

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Reynisætt (Maloideae)
Ættkvísl: Reyniviður (Sorbus)
Undirættkvísl: Sorbus
Geiri: Ulleungensis
Tegund:
S. ulleungensis

Tenglar

breyta