Knappareynir
Knapparreynir (Sorbus americana) er reynitegund.
Knappareynir | ||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ber Knappareynis
| ||||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||||
Sorbus americana[2] Marshall | ||||||||||||||||||||
Útbreiðsla Knappareynis
| ||||||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||||||
Sorbus riparia Rafin. |
Lýsing
breytaKnappareynir er tiltölulega lítið tré, nær aðeins 12 metra hæð. Hann nær sinni mestu hæð á norðurströnd Huron-vatns og Superior-vatns.[4]
Hann líkist mikið ilmreyni (Sorbus aucuparia).
- Börkur: Ljósgrár, sléttur, yfirborð hreistrað. Árssprotar eru hærðir fyrst, seinna sléttir, brúnir með rauðum blæ og korkblettum, loks verða þær dekkri og pappírskennt ysta lagið skilst auðveldlega frá.
- Viður: Ljós brúnn; léttur, mjúkur, þéttur en lélegur. Sp. gr., 0.5451; þyngd á cu. ft., 33.97 lbs.
- Vetrarbrum: dökk rauð, hvassydd, 0,6 til 1,9 á lengd. Innri brumhlífarblöð eru mjög loðnar og stækka með sprotanum.
- Blöð: Stakstæð, samsett - fjaðurlaga, 15 til 25 sm löng, með með mjóum, grópuðum blaðstilk. Smáblöð 13 til 17 talsins lensulaga eða langegglaga, 5 - 7,5 sm löng, breidd helmingur til tveir þriðju af lengd, fíntennt nær að grunni, legglaus, endasmáblaðið stundum á legg 1,5 sm löngum. Þau koma úr bruminu með fíngerðri hæringu, samanbrotin; fullútsprungin eru þau slétt, dökk gulgræn að ofan og ljósari að neðan. Haustlitur er hreingulur. Axlarblöð eru blaðlaga og skammlíf.
- Blóm: Júlí, eftir að blöðin eru útsprungin. Hvít, í flötum hálfsveip, allt að 14sm í þvermál.
- Ber: Nær kúlulaga, 7,5 til 8 sm í þvermál, í klösum. Þroskast í október og standa á trénu allan veturinn. Aldinin eru æt en súr, með mikilli eplasýru (e. malic acid).[4]
Litningafjöldi 2n=34
Útbreiðsla
breytaUpprunninn úr austurhluta Norður-Ameríku;
- Austur-Kanada – Nýja-Brúnsvík, Nýfundnaland, Nova Scotia, Ontarió, Prince Edward eyju, Quebec[5]
- Norðaustur-Bandaríkin – Connecticut, Maine, Massachusetts, New Hampshire, New Jersey, New York, Pennsylvania, Vermont
- Norður til mið-Bandaríkin – Illinois [n. (Ogle Co.)], Michigan, Minnesota, Wisconsin. skráð sem í hættu af Illinoisríki[6]
- Suðaustur-Bandaríkin – Appalasíafjöll, Georgía, Maryland, Norður Karólína, Tennessee, Virginía, Vestur-Virginía
Ræktun
breytaErlendis
breytaKnappareynir er ræktaður sem skrauttré í einka- og almenningsgörðum. Hann kýs raka og frjóan jarðveg, jafnvel við mýrajaðar, en nýtur sín í grýttum fjallshlíðum. Afbrigði af honum (Sorbus americana 'Dwarfcrown') er nokkuð notað í görðum og sem götutré.[8]
Á Íslandi
breytaHefur reynst harðgerður og þrifist mjög vel[3]. Aðallega til í grasagörðum.
Myndir
breytaTilvísanir
breyta- ↑ McAllister, H.A. (2005). The genus Sorbus: Mountain Ash and other Rowans. Kew Publishing.
- ↑ http://www.itis.gov/servlet/SingleRpt/SingleRpt?search_topic=TSN&search_value=25319&print_version=PRT&source=to_print ITIS Report Sorbus americana
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. ágúst 2020. Sótt 6. apríl 2016.