Blæösp (fræðiheiti: Populus tremula) er tré af víðisætt, en heimkynni hennar er Mið- og Norður-Evrópa og Asía. Íslenska blæöspin hefur fundist villt á sex stöðum á landinu. Erlendis getur blæösp orðið 10-25 metra há, en er hæst 13 metra á Íslandi. Vegna beitar vex hún þar oftast sem runni sem vex út frá rótarskotum, einkum í móum og kjarrlendi. Laufblöðin eru stilklöng og breytileg í laginu á sömu plöntunni, oft kringlótt eða egglaga. Fullorðin tré mynda mörg rótarskot með tímanum.

Blæösp
Populus tremula asp.jpg
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Malpighiales
Ætt: Víðiætt (Salicaceae)
Ættkvísl: Aspir (Populus)
Geiri: Populus
Tegund:
Blæösp (P. tremula)

Tvínefni
Populus tremula
L.
Útbreiðslusvæði
Útbreiðslusvæði

Blæöspin er hægvaxta tré sem þrífst best á hlýjum og skjólsömum stöðum í vel ræstum og sendnum jarðvegi og virðist þola illa samkeppni við öflugan grasvöxt.[1]

Lauf
Fullorðið tré

Súlublæösp (P. tremula erecta) er mjótt afbrigði hennar sem fannst í Suður-Svíþjóð og er notað sem skrauttré víða.

Blæösp er skyld hinni norð-amerísku nöturösp (P. tremuloides).

TenglarBreyta

TilvísanirBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.