Skógarbeyki
Skógarbeyki einnig nefnt beyki (fræðiheiti: Fagus sylvatica) er lauftré af beykiætt með breiða krónu. Skógarbeyki getur náð 50 m hæð og 3 m ummáli stofns en er vanalega 25 til 30 m og 1,5 m að ummáli. Tréð verður vanalega 150 til 200 ára en getur náð 300 ára aldri. Ef það er ræktað til viðarframleiðslu þá er tréð nýtt 80-120 ára.
Fagus sylvatica Skógarbeyki | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Skógarbeyki í ítölskum fjallaskógi
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Fagus sylvatica L. | ||||||||||||||
Útbreiðslukort
| ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
|
Blóðbeyki er afbrigði skógarbeykis. Einnig eru ræktuð súlulaga afbrigði af beyki.
Reynsla á Íslandi
breytaÁ forsögulegum tíma uxu beykitegundir á Íslandi (fyrir 8-16 milljónum ára). Beyki er hægvaxta á Íslandi en það þyrfti hlýrra og lengra sumar til að geta vaxið betur. [1] Tréð hefur ekki verið ræktað mikið en þó finnast nokkur gömul beyki eins og á Laufásvegi í Reykjavík og í Hellisgerði í Hafnarfirði sem var valið tré ársins 2017.[2]
Tenglar
breytaHeimild
breyta- Fagus sylvatica (Lystigarður Akureyrar) Geymt 27 febrúar 2021 í Wayback Machine
Tilvísanir
breyta- ↑ BeykiSkógræktin, sótt 27/7 2022
- ↑ Beyki er tré mánaðarins 2017 Vísir.is