Ilmbjörk (fræðiheiti: Betula pubescens) eða birki í daglegu tali er tré af birkiætt. Það er algengt í Norður-Evrópu. Tegundin er ljóselsk, hægvaxta, vind og frostþolin. Hún getur blandast við fjalldrapa og er þá afkvæmið runnkennt.

Ilmbjörk

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Beykibálkur (Fagales)
Ætt: Birkiætt (Betulaceae)
Ættkvísl: Birki (Betula)
Undirættkvísl: Betula
Tegund:
B. pubescens

Tvínefni
Betula pubescens
Ehrh.
Útbreiðsla
Útbreiðsla
Samheiti

[2]

Á Íslandi breyta

Ilmbjörkin er eina innlenda tré landsins sem myndar skóga. Við landnám er talið að að fjórðungur Íslands hafi verið þakinn birkiskógi, jafnvel allt að 40% landsins.[3][4] Stórvöxnustu birkiskógar landsins eru allir á því austanverðu, þ.e. frá Fnjóskadal austur um og suður til Bæjarstaðar nálægt Skaftafelli. Vestlenska birkið er af einhverjum ástæðum kræklótt og fremur lágvaxið. Hæstu tré í birkiskógum Íslands ná sjaldnast meira en 12 m hæð. [5] Hæsta þekkta birkið er á Akureyri, tæpir 15 metrar.[6] Fundist hefur birki í allt að um 680 metra hæð hér á landi, við Útigönguhöfða. Kynbætur hafa verið gerðar á ilmbjörk til að rækta beinstofna tré.

Árið 2015 fór fram kortlanging birkiskóga á landinu og niðurstöður voru þær að þá þakti birki 1,5% landsins, eða 1.506 ferkílómetra. Flatarmál þess jókst um tæp 10% frá árinu 1989, alls um 130 ferkílómetra.[7]

Birki hefur verið valið tré ársins árin 1989, 1993 og 1998 af Skógræktarfélagi Íslands.

Samlífi breyta

Ilmbjörk lifir í samlífi við fjölda annarra lífverutegunda. Vitað er um að minnsta kosti 94 mismunandi tegundir smásveppa sem lifa í samlífi við ilmbjörk á Íslandi, hvort sem það er samhjálp eða sníkjulífi.[8] Meðal þessara tegunda eru birkiryðsveppur og bládoppa.[8]

Á berki ilmbjarkar finnst fjöldi fléttutegunda, meðal annars hin sjaldgæfa birkimerla sem finnst aðeins á örfáum stöðum á Íslandi.[9]

Skaðvaldar breyta

Fyrir utan birkiryðsvepp eru birkifeti, birkikemba, birkiþéla og birkivefari skaðvaldar á laufblöðum birkis.

Myndir breyta

Heimildir breyta

  1. Betula pubescens The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2014: e.T194521A116337224.
  2. „The Plant List“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. júní 2021. Sótt 14. janúar 2017.
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. september 2015. Sótt 20. ágúst 2015.
  4. http://www.skog.is/index.php?option=com_content&view=article&id=172%3Anatturuskogur-a-islandi&catid=24%3Averkefni
  5. Ýmis fróðleikur Geymt 2016-04-21 í Wayback Machine Vesturlandskógar. Skoðað 27. maí, 2016.
  6. http://www.visitakureyri.is/static/files/vefmyndir/akureyri/pdf/Merk_tre.pdf
  7. Mögnuð stund Geymt 2016-04-23 í Wayback Machine Skógrækt ríkisins. Skoðað 21. janúar 2016.
  8. 8,0 8,1 Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. Geymt 2020-10-17 í Wayback Machine Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X
  9. Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. ISBN 978-9979-66-347-8
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.