Broddhlynur
Broddhlynur (fræðiheiti: Acer platanoides) er krónumikið einstofna lauftré af ættkvísl hlyna (acer). Útbreiðsla þess er í Evrópu (allt norður til Tromsö) og suðaustur til Tyrklands og Írans. Hæð broddhlyns nær 20-30 metrum og aldur hans allt að 250 ár. Börkurinn verður grófur og skorinn með aldri og rætur eru grunnlægar. Haustlitur er yfirleitt gulur.
Broddhlynur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() Lauf broddhlyns
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Acer platanoides L. | ||||||||||||||
![]() Útbreiðsla broddhlyns
| ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
List
|
Broddhlynur hefur verið notaður sem götutré í Norður-Ameríku og hefur verið notaður þar frá 18. öld. Hann er í sumum ríkjum flokkaður sem ágeng tegund.
Lítið hefur verið gróðursett af trénu á Íslandi en því hættir við haustkali. Fimmtugur broddhlynur í Hveragerði var valinn tré ársins árið 2003 [2]
TenglarBreyta
TilvísanirBreyta
- ↑ Stevens, P. F. (2001 onwards). Angiosperm Phylogeny Website Version 9, June 2008 [and more or less continuously updated since].
- ↑ Fimmtugur broddhlynur er tré ársins Mbl.is, skoðað 11. júní, 2017.