Gulvíðir

Gulvíðir (fræðiheiti: Salix phylicifolia) er sumargrænn runni af víðisætt. Vaxtalag hans er breytilegt, allt frá skriðulum runna upp í einstofna tré, en oftast er hann uppréttur margstofna runni. Gulvíðir er vind og saltþolinn og þolir blautan jarðveg.

Gulvíðir
Lauf á Gulvíði.
Lauf á Gulvíði.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Malpighiales
Ætt: Víðisætt (Salicaceae)
Ættkvísl: Víðir (Salix)
Tegund:
S. phylicifolia

Tvínefni
Salix phylicifolia
L.
Gulvíðir í grasagarði í Berlín

Gulvíðir á ÍslandiBreyta

 
Gulvíðir á Básum í Goðalandi.

Gulvíðir vex um allt land upp að 550-600 m hæð. Oftast verður hann ekki hærri en 2 metrar en getur orðið allt að 8 metra hár. Hann er stærstur innlendra víðitegunda. Ýmis kvæmi og blendingar eru til af gulvíði eins og brekkuvíðir og strandavíðir.[1]

TilvísanirBreyta

  1. Víðitegundir Skoðað 25. nóvember 2015.


 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.