Heggur
Heggur (eða heggviður) (fræðiheiti: Prunus padus) er lauftré af rósaætt og er skylt ferskju- og plómutré. Náttúrulegt vaxtarsvæði heggs er Norður- og Austur-Asía og Evrópa, en heggur vex til dæmis villtur um allan Noreg alveg upp í 1.250 m hæð. Villtur heggur vex í rökum og næringarríkum jarðvegi en hann þrífst vel í venjulegri garðmold. [2]
Heggur eða heggviður | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Heggviðarblóm
| ||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||
Prunus padus L. | ||||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||||
Cerasus padus (L.) Delarbre |
Blóðheggur, Prunus padus var. Purpurea, er dökkt afbrigði heggs sem fannst í Svíþjóð. [3]
Ræktun heggs á Íslandi
breytaHeggur þrífst allsæmilega sem garðtré á Íslandi.
Heggur laufgast snemma og blómgast á Íslandi í júní. Blómin eru hvít. Sum ár nær heggur að þroska svört ber. Hann nær allt að 10 metra hæð. Stundum er hegg fjölgað með fræjum en algengara er að fjölga honum með græðlingum.
Elsta núlifandi tré í Hafnarfirði er heggur sem stendur við Siggubæ við Hellisgötu. Hann var gróðursettur 1913. Heggur við Rauðavatn var valinn tré ársins 2021.
Eitt og annað
breytaLokaorð skáldsögunnar Gerplu eftir Halldór Laxness eru: „Þá var túngl geingið undir og felur nóttin dal og hól að Stiklarstöðum, og svo hinn síðfrjóva hegg.“ Heggur er raunar ekki síðfrjór, í Noregi var það haft til marks að þegar heggurinn blómstraði á vorin mætti fara að sá í akra.
Tengt efni
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Rehder, A. Manual of cultivated trees and shrubs hardy in North America exclusive of the subtropical and warmer temperate regions (New York: Macmillan publishing Co., Inc, 1940, endurpr. 1977).
- ↑ Heggur Geymt 2 júlí 2016 í Wayback Machine Skógrækt ríkisins, skoðað 25. júní, 2016.
- ↑ Kjarnaskógur, blóðheggur Kjarnaskogur.is