Loðvíðir
Loðvíðir (fræðiheiti: Salix lanata) er sumargrænn, margstofna runni af víðisætt. Hann einkennist af loðnum laufblöðum. Annað sérkenni loðvíðisins er að hann blómstrar mjög snemma á vorin, áður en hann laufgast. Blóm loðvíðis eru ljósgulir reklar sem stundum kallast víðikettlingar.
Loðvíðir | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Lauf á loðvíði.
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Salix lanata L. |
Loðvíðir gengur líka undir nafninu grávíðir, þó að plöntubækur noti það nafn yfir fjallavíði (Salix arctica).
Loðvíðir á ÍslandiBreyta
Loðvíðir vex um allt land upp að 900 m hæð. Hann verður allt að 4 metra hár. Loðvíðir oft fljótur að birtast þegar land er friðað fyrir beit, sem er til marks um getu hans til að sá sér í mismunandi landgerðir.[1]
TilvísanirBreyta
- ↑ Víðitegundir Skoðað 25. nóvember 2015.