Opna aðalvalmynd

Loðvíðir (fræðiheiti: Salix lanata) er sumargrænn, margstofna runni af víðisætt. Hann einkennist af loðnum laufblöðum. Annað sérkenni loðvíðisins er að hann blómstrar mjög snemma á vorin, áður en hann laufgast. Blóm loðvíðis eru ljósgulir reklar sem stundum kallast víðikettlingar.

Loðvíðir
Lauf á loðvíði.
Lauf á loðvíði.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Malpighiales
Ætt: Víðisætt (Salicaceae)
Ættkvísl: Víðir (Salix)
Tegund:
S. lanata

Tvínefni
Salix lanata
L.

Loðvíðir gengur líka undir nafninu grávíðir, þó að plöntubækur noti það nafn yfir fjallavíði (Salix arctica).

Loðvíðir á ÍslandiBreyta

Loðvíðir vex um allt land upp að 900 m hæð. Hann verður allt að 4 metra hár. Loðvíðir oft fljótur að birtast þegar land er friðað fyrir beit, sem er til marks um getu hans til að sá sér í mismunandi landgerðir.[1]

TilvísanirBreyta

 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  1. Víðitegundir Skoðað 25. nóvember 2015.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.