Lundaveldið
(Endurbeint frá Lundaríkið)
Lundaveldið (um 1665-1887), var afrískt sambandsríki þar sem nú eru Austur-Kongó, norðausturhluti Angóla og norðvesturhluti Sambíu. Miðstöð þess var í Katanga.
Árið 1680 réði Lundaveldið yfir 150.000 km² lands. Á hátindi sínum á 19. öld hafði það tvöfaldast að stærð og náði yfir 300.000 km². Ríkið átti öflugan her og myndaði pólitísk tengsl við konungsætt Lubaveldisins með mægðum.