Virunga-þjóðgarðurinn
Virunga-þjóðgarðurinn er þjóðgarður í Austur-Kongó í Afríku. Þjóðgarðurinn var stofnaður árið 1925 og er einn elsti þjóðgarður í Afríku. Hann er um 7.800 ferkílómetrar að stærð. Þjóðgarðurinn er mikilvægt varðveislusvæði margra dýrategunda svo sem ýmissa tegunda af górillum, simpasa, ókapa, ljóna, fíla og flóðhesta.
Tenglar
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Virunga-þjóðgarðurinn.