Svahílí (kiswahili) er bantúmál talað í Tansaníu, Úganda og Kenía og víðar. Svahílí er það tungumál sunnan Sahara sem hefur flesta málhafa. Orðið „svahílí“ er komið af arabísku orði sem merkir „strönd“ eða „landamæri“ en með forliðnum ki- þyðir það: „tungumál strandarinnar“. Svahílí er opbinbert tungumál í fjórum ríkjum, en einungis móðurmál 5-10 milljón manna.

Svahílí
Kiswahili
Málsvæði Tansanía, Kenía, Úganda, Rúanda, Búrúndí, Austur-Kongó, Sómalía, Kómoreyjar, Mósambík, Mayotte
Heimshluti Austur-Afríka
Fjöldi málhafa Móðurmál: 5-10 milljónir
Annað mál: 80 milljónir[1]
Ætt Nígerkongó

 Vestur-Kongómál
  Volta-Kongómál
   Benúe-Kongómál
    Bantísk mál
     Suðurbantísk mál
      Þröng bantísk mál
       Mið-Bantúmál
        „G“ Þröng Mið-Bantúmál
         Svahílí

Skrifletur latneskt
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Fáni Kenýu Kenía
Fáni Tansaníu Tansanía
Fáni Úganda Úganda
Afríkusambandið
Stýrt af Baraza la Kiswahili la Taifa (Tansaníu)
Tungumálakóðar
ISO 639-1 sw
ISO 639-2 swa
SIL swh
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Svahílí er annað mál margra þjóða á austurafrísku strandlengunni og um það bil 35% af orðaforða tungumálsins kemur frá arabísku, þar sem meira en tólf aldir af viðskiptum við araba hefur haft mikil áhrif á svahílí. Einnig hafa persnersk, þýsk, portúgölsk, ensk og frönsk orð bæst við á síðustu fimm öldum og stafar það af auknum viðskiptum við þessi landsvæði. Svahílí er orðið annað mál tuga milljóna manna í þremur löndum, Tansaníu, Kenía og Kongó þar sem svahílí er orðið opinbert tungumál í þessum löndum. Úganda gerði það að skyldulærdómi í grunnskólum árið 1992, en framkvæmd á þessum lögum hefur farið fyrir ofan garð og neðan. Þessvegna var svahílí gert að opinberu tungumáli í Úganda árið 2005. Svahílí og önnur skyld tungumál eru töluð í Kómoreyjum, Búrúndí, Rúanda, norður Sambíu, Malaví og Mosambik.

Nafnið „Kiswahili“ kemur frá fleirtölu orðinu sawāḥil (سواحل), sem á uppruna sinn að rekja í arabíska orðið sāḥil (ساحل), en það merkir „landamæri“ eða „strönd“ (notað sem lýsingarorð yfir „þá sem dvelja á ströndinni“ eða með því að bæta ki- („tungumál“) fyrir framan stendur það fyrir „strandtungumál“).

Elsta þekta ritið á Svahílí eru bréf skrifuð í Kilwa 1711, skrifuð með arabísku letri. Þessi bréf voru send til Portúgalanna í Mósambik og bandamanna þeirra. Upprunalegu bréfin eru nú geymd í „the Historical Archives of Goa“, á Indlandi. Önnur þekt rit eru ljóð einnig skrifuð með arabísku letri sem heita „Utendi wa Tambuka“ („Saga Tambuka“) frá árinu 1728. Í dag er latneska stafrófið notað til að skrifa Svahílí þar sem evrópa hefur haft mikil áhrif á þessi landsvæði.

Tilvísanir

breyta
  1. L Marten, "Swahili", Encyclopedia of Language and Linguistics, 2nd ed., 2005, Elsevier

Heimildir

breyta
Nígerkongótungumál
Abanjommál | Adelska | Akanmál | Anló | Atabaskamál | Chichewa | Svahílí
   Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.