Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs
menningarverðlaun á Norðurlöndunum
Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs eru ein fimm verðlauna sem veitt eru árlega af Norðurlandaráði. Þau voru fyrst veitt 2002 í tengslum við 50 ára afmæli Norðurlandaráðs en hafa síðan 2005 verið veitt á hverju ári. Íslensk kvikmynd hefur aldrei orðið fyrir valinu.
Verðlaunaféð er 350.000 danskar krónur og skiptist milli handritshöfundar, leikstjóra og framleiðanda.
Verðlaunahafar Breyta
- 2002: Maður án fortíðar (Mies vailla menneisyyttä). *Handrit, leikstjórn og framleiðsla: Aki Kaurismäki. Finnland.
- 2005: Drabet. Leikstjórn: Per Fly, handrit: Kim Leona, Dorte Høgh, Mogens Rukov og Per Fly, framleiðsla: Ib Tardini. Danmörk.
- 2006: Zozo. Handrit og leikstjórn: Josef Fares, framleiðsla: Anna Anthony. Svíþjóð.
- 2007: Kunsten at græde i kor. Leikstjórn: Peter Schønau Fog, handrit: Bo Hr. Hansen, framleiðsla: Thomas Stenderup. Danmörk.
- 2008: Du levende. Handrit og leikstjórn: Roy Andersson, framleiðsla: Pernilla Sandström. Svíþjóð.
- 2009: Antichrist. Handrit og leikstjórn: Lars von Trier, framleiðsla: Meta Louise Foldager. Svíþjóð.
- 2010: Submarino. Leikstjórn: Thomas Vinterberg, handrit: Tobias Lindholm, framleiðsla: Morten Kaufmann. Danmörk.
- 2011: Svinalängorna. Leikstjórn og handrit: Pernilla August, handrit: Lolita Ray, framleiðsla: Helena Danielsson og Ralf Karlsson. Svíþjóð.
- 2012: Play. Leikstjórn og handrit: Ruben Östlund, framleiðsla: Erik Hemmendorff. Svíþjóð.
- 2013: Jagten. Leikstjórn og handrit: Thomas Vinterberg, handrit: Tobias Lindholm, framleiðsla: Sisse Graum Jørgensen og Morten Kaufmann. Danmörk.
- 2014: Hross í oss. Leikstjórn og handrit: Benedikt Erlingsson, framleiðsla: Friðrik Þór Friðriksson. Ísland.
- 2015: Fúsi. Leikstjórn og handrit: Dagur Kári, framleiðsla: Baltasar Kormákur og Agnes Johansen. Ísland.
- 2016: Louder Than Bombs. Leikstjórn og handrit: Joachim Trier, handrit og framleiðsla: Eskil Vogt, framleiðsla: Thomas Robsahm. Noregur.
- 2017: Tyttö nimeltä Varpu: Leikstjórn og handrit: Selma Vilhunen, framleiðsla: Kaarle Aho og Kai Nordberg. Finnland.
- 2018: Kona fer í stríð: Leikstjórn, handrit og framleiðsla: Benedikt Erlingsson, handrit: Ólafur Egill Egilsson, framleiðsla: Carine Leblanc og Marianne Slot. Ísland.
Íslenskar tilnefningar Breyta
- 2018: Kona fer í stríð (Leikstjórn: Benedikt Erlingsson) (vann)
- 2015: Fúsi (Leikstjórn: Dagur Kári) (vann)
- 2014: Hross í oss (Leikstjórn: Benedikt Erlingsson) (vann)
- 2013: Djúpið (Leikstjórn: Baltasar Kormákur)
- 2012: Á annan veg (Leikstjórn: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson)
- 2011: Brim (Leikstjórn: Árni Ólafur Ásgeirsson)
- 2010: The Good Heart (Leikstjórn: Dagur Kári)
- 2009: The Amazing Truth About Queen Raquela (Leikstjórn: Ólafur de Fleur Jóhannesson)
- 2008: Brúðguminn (Leikstjórn: Baltasar Kormákur)
- 2007: Börn (Leikstjórn: Ragnar Bragason) og Mýrin (Leikstjórn: Baltasar Kormákur)
- 2006: Blóðbönd (Leikstjórn: Árni Óli Ásgeirsson) og A Little Trip to Heaven (Leikstjórn: Baltasar Kormákur)
- 2005: Dís (Leikstjórn: Silja Hauksdóttir) og Gargandi snilld (Leikstjórn: Ari Alexander Ergis Magnússon)