Þórhildur Þorleifsdóttir

Þórhildur Þorleifsdóttir (f. 25. mars 1945) er íslensk leikkona, leikstjóri og fyrrverandi alþingiskona.

Þórhildur sat á Alþingi fyrir Kvennalistann í Reykjavíkurkjördæmi 1987-1991.

Nám og störfBreyta

Stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1976 og stundaði nám við The Royal Ballet School í London 1961–1963. Þórhildur starfaði sem kennari við Listdansskóla Þjóðleikhússins, SÁL-skólann, Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur og Leiklistarskóla Íslands um árabil. Hún var fastráðin leikkona hjá Leikfélagi Akureyrar 1973–1975 og ein af stofnendum Alþýðuleikhúss árið 1975. Starfaði sem leikstjóri við öll atvinnuleikhús á Íslandi, Íslensku óperuna, sjónvarp o.fl frá 1975-2010. Hún leikstýrði m.a. kvikmyndinni Stella í orlofi árið 1986.[1]

Þórhildur var ein stofnenda Kvennaframboðsins árið 1982 og Kvennalistans árið 1983. Hún var alþingismaður fyrir Kvennalistann frá 1987-1991 og leikhússtjóri Borgarleikhússins frá 1996-2000.[2][3]

Þórhildur gengdi formennsku Jafnréttisráðs frá 2010-2017 og var kjörin fulltrúi í Stjórnlagaráð árið 2011.

ViðurkenningarBreyta

Þórhildur hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2006[4] og hlaut heiðursverðlaun Grímunnar, Íslensku sviðslistaverðlaunanna árið 2019.[5]

TilvísanirBreyta

  1. Kvikmyndir.is, „Stella í orlofi (1986)“ (skoðað 4. júlí 2019)
  2. Alþingi, Æviágrip - Þórhildur Þorleifsdóttir (skoðað 12. júní 2019)
  3. Stjórnlagaráð 2011, Þórhildur Þorleifsdóttir (skoðað 12. júní 2019)
  4. Forseti.is, Orðuhafaskrá (skoðað 12. júní 2019)
  5. Ruv.is, „Þórhildur hlýtur heiðursverðlaun“ (skoðað 12. júní 2019)