Sigríður Hagalín Björnsdóttir
Sigríður Hagalín Björnsdóttir (f. 11. febrúar 1974) er íslenskur fréttamaður, sagnfræðingur og rithöfundur.
Foreldrar Sigríðar eru Kristín Ólafsdóttir bókasafnsfræðingur og Björn Vignir Sigurpálsson fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu. Móðuramma Sigríðar var leikkonan Sigríður Hagalín (1926-1992).
Sigríður stundaði nám í sagnfræði og spænskum bókmenntum við Háskóla Íslands og einnig við háskólann í Salamanca. Hún nam blaðamennsku við Columbia-háskóla í New York. Frá árinu 1999 hefur Sigríður starfað með hléum sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Hún hefur meðal annars verið fréttaritari RÚV í Kaupmannahöfn, haft umsjón með Kastljósi, verið varafréttastjóri fréttastofu RÚV og setið í stjórn RÚV ohf.[1]
Sigríður hefur sent frá sér fimm skáldsögur; Eyland (2016), Hið heilaga orð (2018), Eldarnir (2020), Hamingja þessa heims (2022) og Deus (2023).[2]
Tilvísanir
breyta- ↑ Visir.is, „Sigríður Hagalín líklegust í fréttastjórastólinn“ (skoðað 27. nóvember 2019)
- ↑ Skald.is, „Sigríður Hagalín Björnsdótir“ (skoðað 27. nóvember 2019)