Magnús Geir Þórðarson

Magnús Geir Þórðarson (f. 1974) leikhúsfræðingur er Þjóðleikhússtjóri og fyrrum útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. Magnús lauk meistaranámi í leikhúsfræðum árið 2003 frá University of Wales og MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík 2005. Hann gegndi starfi leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar 2004-2008 og síðar leikhússtjóri Borgarleikhússins 2008-2014. Magnús Geir var útvarpsstjóri RÚV á árunum 2014-2019 og skipaður þjóðleikhússtjóri frá 1. janúar 2020.