Ángel Rubén Cabrera

Ángel Rubén Cabrera (f. 9. október 1939 - d. 15. nóvember 2010) var knattspyrnumaður frá Úrúgvæ. Hann vann fjölda titla með Peñarol og var einnig í úrúgævska landsliðinu á HM í Síle 1962.

Cabrera á efri árum (2007).

Ævi og ferill

breyta

Cabrera fæddist í borginni Mercedes í Soriano-héraði. Hann var úr mikilli knattspyrnufjölskyldu og var tvítugur fenginn til stórliðsins Peñarol. Þar varð hann úrúgvæskur meistari fimm ár í röð, 1960-65. Fyrsta árið varð hann markakóngur deildarinnar með fjórtán mörk. Jafnframt var hann í tvígang í sigurliði í félagsliðakeppninni Copa Libertadores, árin 1961 og 1966. Þrálát meiðsli settu þó mark á feril hans.

Hann var valinn í úrúgvæska landsliðshópinn fyrir HM í Síle 1962. Hann lék fjóra leiki í æfingaferð til Evrópu í aðdraganda mótsins og kom svo við sögu í tveimur leikjum í úrslitakeppninni sjálfti, fyrst í sigri á Kólumbíumönnum og svo í leik gegn Júgóslavíu þar sem Cabrera kom sínum mönnum yfir í 3:1 tapleik en var vikið af velli í seinni hálfleik fyrir slagsmál. Þetta reyndist hans síðasti landsleikur.

Á seinni hluta ferils síns lék Cabrera fyrir ýmis lið í Úrúgvæ, Argentínu og Ekvador. Hann lést 71 árs að aldri á heimili sínu í Mercedes.

Heimildir

breyta