Héruð Kína

Æðstu stjórnsýslueiningar Kína

Héruð Kína eru æðstu stjórnsýslueiningar Alþýðulýðveldisins Kína. Þau eru alls 33 talsins (Tævan ekki meðtalið) og af fjórum gerðum.

Tegundir héraða

breyta

Hérað

breyta

Venjuleg héruð (kínverska: 省 ; rómönskun: shěng) eru algengasta tegundin, 22 talsins. Þeim stjórna héraðsnefndir þar sem ritari nefndarinnar er æðstur manna.

Sjálfstjórnarhérað

breyta

Sjálfstjórnarhéruðin (kínverska: 自治区; rómönskun: zhíxiáshì;) eru fimm talsins: Guangxi, Innri-Mongólía, Ningxia, Shinjang og Tíbet. Þau hafa takmarkaða heimastjórn.

Borghérað

breyta

Borghéruð Kína (kínverska: 直辖市; rómönskun: zhíxiáshì;) eða sveitarfélög á héraðsstigi eru fjögur: Beijing, Chongqing, Sjanghæ og Tianjin. Þar er héraðið ein mjög stór borg.

Sérstjórnarhérað

breyta

Sérstjórnarhéruðin (kínverska: 特别行政区; rómönskun: tèbié xíngzhèngqū; beint sérstakt stjórnsýslusvæði; enska: Special Administrative Region; portúgalska: Região especial administrativa) eru tvö Makaó og Hong Kong), bæði fyrrverandi evrópskar nýlendur. Þau hafa eigin stjórnarskrá, ríkisstjórn, gjaldmiðil og viðhalda landamæraeftirliti við Kína sem og önnur lönd.

Listi yfir héruð (íbúarfjöldi 2020) [1]

breyta
Nafn Pinyin Höfuðborg Flatarmál Íbúafjöldi tegund
Anhui 安徽 Ānhuǐ Hefei 139.600 km² 61.027.171 hérað
Peking 北京 Běijīng Beijing 16 800 km² 21.893.095 borghérað
Chongqing 重庆 Chóngqìng Chongqing 82 300 km² 32.054.159 borghérað
Fujian 福建 Fújiàn Fuzhou 121.400 km² 41.540.086 hérað
Gansu 甘肃 Gānsù Lanzhou 390.000 km² 25.019.831 hérað
Guangdong 广东 Guǎngdōng Guangzhou 197.000 km² 126.012.510 hérað
Guangxi 广西 Guǎngxī Nanning 236 000 km² 50.126.804 sjálfstjórnarhérað
Guizhou 贵州 Guìzhoū Guiyang 176.000 km² 38.562.148 hérað
Hainan 海南 Hǎinán Haikou 34.000 km² 10.081.232 hérað
Hebei 河北 Héběi Shijiazhuang 187.700 km² 74.610.235 hérað
Heilongjiang 黑龙江 Hēilóngjiāng Harbin 460.000 km² 31.850.088 hérað
Henan 河南 Hénán Zhengzhou 167.000 km² 99.365.519 hérað
Hong Kong 香港 Xiānggǎng Hong Kong 1 104 km² 7.413.070 * sérstjórnarhérað
Hubei 湖北 Húběi Wuhan 187.500 km² 57.752.557 hérað
Hunan 湖南 Húnán Changsha 210 500 km² 66.444.864 hérað
Innri-Mongólía 内蒙古 Nèiměnggǔ Hohhot 1 183 000 km² 24.049.155 sjálfstjórnarhérað
Jiangsu 江苏 Jiāngsū Nanjing 100 000 km² 84.748.016 hérað
Jiangxi 江西 Jiāngxī Nanchang 169 900 km² 45.188.635 hérað
Jilin 吉林 Jílín Changchun 187 400 km² 24.073.453 hérað
Liaoning 辽宁 Liáoníng Shenyang 145 900 km² 42.591.407 hérað
Makaó 澳门 Àomén Makaó 29 km² 681.700 ** sérstjórnarhérað
Ningxia 宁夏 Níngxià Yinchuan 66 400 km² 7.202.654 sjálfstjórnarhérað
Qinghai 青海 Qīnghǎi Xining 720 000 km² 5.923.957 hérað
Shaanxi 陕西 Shǎnxī Xian 206 000 km² 39.528.999 hérað
Shandong 山东 Shāndōng Jinan 156 700 km² 101.527.453 hérað
Sjanghæ 上海 Shànghǎi Sjanghæ 6 341 km² 24.870.895 borghérað
Shansi 山西 Shānxī Taiyuan 150 000 km² 32 970 000 hérað
Shinjang 新疆 Xīnjiāng Urumqi 1 660 400 km² 25.852.345 sjálfstjórnarhérað
Sesúan 四川 Sìchuān Chengdu 480 000 km² 83.674.866 hérað
Tianjin 天津 Tiānjīn Tianjin 11 305 km² 13.866.009 borghérað
Tíbet 西藏 Xīzàng Lasa 1 228 400 km² 3.648.100 sjálfstjórnarhérað
Yunnan 云南 Yúnnán Kunming 394 000 km² 47.209.277 hérað
Zhejiang 浙江 Zhèjiāng Hangzhou 101 800 km² 64.567.588 hérað
KÍNA 1.411.778.724
* Mannfjöldatölur fyrir Hong Kong byggja á manntali 2021 [2]

** Mannfjöldatölur fyrir Makaó byggja á áætluðu manntali á fyrsta ársfjórðungi 2022.[3]

Tengt efni

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. National Bureau of Statistics of China (11. maí 2021). „Communiqué of the Seventh National Population Census (No. 3)“. Office of the Leading Group of the State Council for the Seventh National Population Census. Sótt 1. ágúst 2022.
  2. Census and Statistics Department (“C&SD”) of the Government of Hong Kong. „Key statistics of the 2021 and 2011 Population Census“ (PDF). Census and Statistics Department (“C&SD”) of the Government of Hong Kong. Sótt 1. ágúst 2022.
  3. Government of Macao Special Administrative Region Statistics and Census Service (apríl 2022). [DEMOGRAPHIC STATISTICS „Demographic Statistics- 1 St Quarter 2022“]. Government of Macao Special Administrative Region Statistics and Census Service. Sótt 1. ágúst 2022. {{cite web}}: Lagfæra þarf |url= gildið (hjálp)