Qinghai (eða Tsinghai) (kínverska: 青海; rómönskun: Qīnghǎi) er landlukt hérað í norðvesturhluta Alþýðulýðveldisins Kína. Það er eitt stærsta stjórnsýsluhérað Kína að flatarmáli en með 5.6 milljónir íbúa telst það fámennt. Héraðið sem er að miklu staðsett á Tíbet-hásléttunni hefur fjölda þjóðarbrota, þar á meðal Han, Hui, Tu, og Mongóla. Qinghai, sem hefur í aldir verið heimili hirðingja, er þekkt fyrir hrossarækt og hefur nýlegra orðið mikilvæg uppspretta jarðolíu og kola. Höfuðborgin er Xining.

Landakort sem sýnir legu Qinghai héraðs í austurhluta Kína.
Kort af legu Qinghai héraðs í norðvesturhluta Kína.

Landfræðileg afmörkun breyta

Qinghai hérað er að miklu staðsett á Tíbet-hásléttunni í norðvestur Kína. Nafnið „Qinghai“ er dregið af Qinghai vatni („Bláa vatni“) í norðausturhluta héraðsins. Það er stærsta vatn Kína.

Héraðið afmarkast í norðri og austri af Gansu héraði, í suðaustri af Sichuan héraði, í suðri og vestri af sjálfstjórnarsvæðinu Tíbet og í vestri og norðvestri af Úígúrska sjálfstjórnarhéraðinu Xinjiang.

Landsvæði héraðsins spannar um 721.000 ferkílómetrar og er það í umfangi fjórða stærsta héraðið í Kína.

Höfuðborgin Xining í austurhluta Qinghai er um 220 kílómetra vestur af Lanzhou borg í Gansu.

Hið mikla Gulafljót næstlengsta fljót Kína, á upptök sín í Bayan Har-fjöllum á Tíbet-hásléttunni í Qinghai. Það rennur í gegnum níu héruð og loks út í Bóhaíhaf.

Saga breyta

Ræktanlegt land nálægt Qinghai vatni hefur byggst alt frá forsögulegum tíma og gæti hafa verið upphaflegt heimili ættbálkanna sem síðar settust að í Tíbet. Svæðið, sem kallast Amdo á Tíbet, var lengi talið hluti af Tíbet. Á tímum Hanveldisins var vísaði til íbúa svæðisins sem Qiang og reynt var að halda þeim frá Hanveldinu með því að koma byggja herstöðvar við vatninu árið fjórðu öld e.Kr. Þær voru fljótt yfirgefnar en undir lok Hanveldisins, var sett upp stjórnsýsla austur af vatninu.

Svæðið í Qinghai var fært undir stjórn Tjingveldisins árið 1724. Eftir að því var steypt af stóli árið 1911 komst svæðið undir stjórn kínverska stríðsherrans og múslimans Ma Qi, uns Lýðveldið Kína treysti miðstýringu árið 1928 og stofnaði til Qinghai héraðs.

Árið 1932 réðst Tíbet inn í héraðið og reyndi að ná yfirráðum yfir suðurhluta þess. Kínverskir herjir höfðu betur.

Á meðan kínverska borgarastyrjöldin geisaði 1927-1950 og seinna stríð Kína og Japans á árunum 1937 til 1945, var Qinghai hérað tiltölulega ósnortið.

Íbúar breyta

Héraðið hefur lengi verið deigla fyrir fjölda þjóðarbrota, þar á meðal Han, Tíbeta, Hui, Tu, Mongóla og Sala. Han kínverjar eru ríflega helmingur íbúanna en Tíbetar um fimmtungur. Yfir 37 viðurkenndir þjóðernishópar eru meðal íbúa Qinghai, 5,6 milljónir, en innlendir minnihlutahópar eru alls 45,5% íbúanna.

Ríkjandi trúarbrögð í Qinghai eru kínversk trúarbrögð (þar með talin daoismi og konfúsíusismi) og kínverskur búddismi meðal Han-Kínverja. Hinn fjölmenni hluti Tíbeta stunda tíbetskan búddisma eða tíbetsku trúarbrögðin Bön. Flestir Hui-Kínverjar héraðsins iðka íslam trú. Tæpt prósent íbúa héraðsins eru kristin.

Efnahagur breyta

Qinghai, sem hefur í aldir verið heimili hirðingja með kvikfé milli bithaga án fastrar búsetu. Það er þekkt fyrir hrossarækt og hefur nýlegra orðið mikilvæg uppspretta jarðolíu og kola.

Stóriðja héraðsins nær til framleiðslu á járni og stáli, staðsett nálægt höfuðborginni Xining. Olía og jarðgas frá vatnasvæði Qinghai hafa einnig verið mikilvægur þáttur í efnahagslífinu. Salt er einnig nýtt við fjölmörg saltvötn héraðsins.

En fyrir utan höfuðborgarsvæðið, er stærstur hluti Qinghai enn vanþróaður. Á kínverskan mælikvarða er hagkerfi héraðsins lítið og landsframleiðsla á mann er með því lægsta í Kína.

Verulegur skortur á innviðum kemur í veg fyrir efnahagslega möguleika á nýtingu ríkra náttúruauðlinda héraðsins.

Myndir breyta

Tenglar breyta

  • Ensk vefsíða Encyclopaedia Britannica um Qinghai. Inniheldur ýmsar upplýsingar um héraðið t.d. sögu, landslag, skipulag og markverða staði.

Heimildir breyta