Innri-Mongólía
Innri-Mongólía (kínverska: 内蒙古; rómönskun: Nèi Měnggǔ) er landlukt sjálfstjórnarhérað í norðurhluta Alþýðulýðveldisins Kína. Það er víðfeðmt sigðlaga landsvæði, sem teygir sig um 2.400 kílómetra og afmarkast í norðri af landamærunum við lýðveldið Mongólíu. Stór hluti héraðsins eru gresjur og eyðimerkur. Árið 2020 voru Íbúar um 24 milljónir, að mestu Han Kínverjar, en mongólskur minnihluti er fjölmennur. Höfuðborg héraðsins er Hohhot.
Landfræðileg afmörkun
breytaHéraðið sem heitir opinberlega Sjálfstjórnarhérað Innri-Mongólíu, er víðfeðmt sigðlaga landsvæði sem teygir sig um 2.400 kílómetra yfir Norður-Kína. Það afmarkast að miklu í norðri af lýðveldinu Mongólíu (áður „Ytri-Mongólía“) og að litlu Zabajkalfylki Rússneska sambandsríkisins; í austri við kínversku héruðin Heilongjiang, Jilin og Liaoning; til suðurs með héruðunum Hebei, Shansi og Shaanxi og sjálfstjórnarsvæðinu Ningxia; og vestur af héraðinu Gansu.
Skipulag
breytaInnri-Mongólía spannar 1.177.500 ferkílómetra sem er meira en 12 prósent af heildarflatarmáli Kína. Þetta mikla flatarmál gerir héraðið að þriðju stærstu stjórnsýsludeild Kínverja.
Stór hluti héraðsins eru gresjur og eyðimerkur. Helmingur landsins er beitiland aðallega fyrir sauðfé og geitur.
Vegna þess hve langt er frá austri til vesturs er Innri-Mongólíu skipt upp landfræðilega í austur- og vesturdeild. Austursvæðið er oft talið með í Norðaustur-Kína (fyrrum Mansjúría) með borgunum Tongliao, Chifeng, Hailaer og Ulanhot. Vestursvæðið er talið til Norðvestur-Kína og þar eru helstu borgirnar Baotou, Hohhot.
Borgir
breytaHöfuðborg Innri-Mongólíu er Hohhot. Nafn borgarinnar er dregið úr mongólsku og þýðir „Bláa borgin“. Hohhot borg er við jaðar mongólska graslandsins, mikilvægasta kvikfjárræktarsvæðis Kína. Árið 2010 voru íbúar Hohhot um 2.9 milljónir.
Í borginni Baotou 150 km vestan Hohhot, bjuggu árið 2020 um 3,4 milljónir.[1] Hún er mikilvægasta iðnaðarborgin Innri-Mongólíu. Í grennd við hana er grafhýsi Djengis Khan. Nafn borgarinnar er dregið úr mongólsku og þýðir „staður dádýrsins“
Borgin Duolun er 430 km norðaustan Hohhot og 270 km norðan Beijing. Borgin er álitin vera fyrirmyndin að 'Xanadu', hinum dularfulla bústað mongólafurstans Kublai Khan (barnabarns Djengis Khan), sem sigraði Sungættina árið 1229 og Yuanættin (til 1368) stofnaði.
Nágrenni Chifeng borgar í suðausturhluta Innri-Mongólíu er auðugt af jarðefnum. Árið 2020 bjuggu þar um 4 milljónir manna.
Íbúar
breytaSamkvæmt manntali Kína sem var framkvæmt 2020 var fólksfjöldi Innri-Mongólíu 24,049,155.[2] Meirihluti íbúa svæðisins eru Han Kínverjar, en mongólskur minnihluti er fjölmennur eða um 5 milljónir (árið 2019).
Efnahagur
breytaÍ kínverskum samanburði er Innri-Mongólía er efnahagslega þróað hérað.
Saga
breytaÁrið 1206 stofnaði Djengis Khan Mongólaveldið sem var gríðarstórt landveldi. Sonarsonur hans Kúblaí Kan lagði undir sig Kína og kom á fót Júanveldinu sem náði yfir það sem í dag er Mongólía, Kína og Kórea. Eftir hrun Júanveldisins, hörfuðu Mongólar til Mongólíu.
Á 16. öld breiddist Tíbeskur búddismi til Mongólíu og var sú þróun enn frekar styrkt af Tjingveldinu sem tók yfir landið á 17. öld. Eftir að Kínverjar höfðu náð völdum í Mongólíu skiptu þeir landinu upp í Innri- og Ytri-Mongólíu sem héruð innan Kína. Ytri-Mongólía sagði síðan skilið við Lýðveldið Kína árið 1921 með stuðningi Sovétríkjanna og tók upp nafnið Alþýðulýðveldið Mongólía árið 1924.
Eftir sat Innri Mongólía á kínversku yfirráðasvæði. Sjálfstjórnarsvæðið var stofnað árið 1947 og innlimaði svæðin í héruðunum Suiyuan, Chahar, Rehe, Liaobei og Xing'an ásamt norðurhluta héraðanna Gansu og Ningxia.
Myndir
breyta-
Á gresjum Nýju Barag sýslu við Hulun vatn í Innri-Mongólíu skammt frá landamærum Mongólíu.
-
Stræti í múslimahverfi höfuðborgarinnar Hohhot í Innri Mongólíu.
-
Persnesk teikning sem sýnir Djengis Khan koma að hliðum Beijingborgar á árunum 1213-1214.
-
Minnismerki um Djengis Khan í höfuðborginni Hohhot, Innri-Mongólíu.
-
Musteri fimm pagóðanna og grafhýsi Zhaojun suður af borginni Hohhot. Þar er sagður grafreitur Wang Zhaojun, alþýðukonu sem var uppi á tímum Hanveldisins.
-
Miðtorg höfuðborgarinnar Hohhot Innri-Mongólíu,
-
Drykkurinn suutei tsai er orðið dæmigerður morgunverðardrykkur í Innri Mongólíu. Í Suutei tsai er venjulega vatn, mjólk, teblöð og salt.
-
Hestar á gresjum Chen Barag sýslu í norðaustur Innri-Mongólíu.
-
Miðbær [Baotou] borgar sem er ein stærri borga Innri-Mongólíu.
-
Mongólsk Yurt-tjöld á gesjunum.
-
Kínversk-mongólskur tónlistarmaður, Innri-Mongólíu, spilar á „morin khuur“ sem gæti útlagst sem „hesthausa-fiðla“.
-
Sandöldur eyðimerkur Innri-Mongólíu.
Tenglar
breyta- Vefsíða Encyclopaedia Britannica Geymt 25 janúar 2021 í Wayback Machine um Innri-Mongólíu. Inniheldur ýmsar upplýsingar um héraðið t.d. sögu, landslag, skipulag og markverða staði.
- Kínverskur vefur héraðsstjórnar Innri-Mongólíu. Inniheldur margvíslegar upplýsingar t.d. um sögu, skipulag, fréttir og ferðaþjónustu.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Inner_Mongolia“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. janúar 2021.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Nèi Mĕnggŭ / Inner Mongolia (China): Prefectural Division & Major Cities - Population Statistics, Maps, Charts, Weather and Web Information“. www.citypopulation.de. Sótt 16. ágúst 2022.
- ↑ „Nèi Mĕnggŭ / Inner Mongolia (China): Prefectural Division & Major Cities - Population Statistics, Maps, Charts, Weather and Web Information“. www.citypopulation.de. Sótt 16. ágúst 2022.