Anhui

hérað í Kína

Anhui (kínverska: 安徽; rómönskun: Ānhuī) er landlukt hérað í austurhluta Alþýðulýðveldisins Kína. Höfuðborg héraðsins og jafnframt stærsta borg þess er Hefei. Héraðið er við vatnasvæði Jangtse fljótsins (Bláá) og Huaifljóts og liggur að héruðunum Jiangsu í austri, Zhejiang í suðaustri, Jiangxi í suðri, Hubei í suðvestri, Henan í norðvestri og Shandong í norðri.

Landakort af legu Anhui héraðs í austurhluta Kína.
Kort af legu Anhui héraðs í austurhluta Kína.

Anhui er þéttbýlt, með um 61 milljónir íbúa[1] og er 8. fjölmennasta hérað Kína. Íbúar þess eru einkum Han Kínverjar. Í héraðinu eru 16 borgir. Þrjár stærstu eru Hefei, Wuhu og Anqing.

Nafnið „Anhui“ er dregið af nöfnum tveggja borga: Anqing og Huizhou (nú Huangshan-borg).

Hinn fagri Huangshan-fjallgarður („Gulufjöll“) í suðurhluta Anhui -héraðs nær yfir 154 ferkílómetra svæði og eru tindar hans 72 að tölu. Þrír helstu tindarnir heita Lian Hua Feng (1.864 metrar), Guang Ming Ding (1.840 metrar), og Tian Du Feng (1.829 metrar). Í skýjuðu veðri eru tindarnir umluktir leyndardómsfullri skýjaþoku en þegar sólin skín birtist fjallgarðurinn í allri sinni dýrð. Árið 1990 var Gulafjall sett á heimsminjaskrá UNESCO. Huangshan-fjallgarðurinn varð fyrirmynd hinum fljótandi Hallelújafjöllum í kvikmyndinni Avatar sem gerð var árið 2009. Í vísindaskáldskapnum voru Hallelújafjöll í Pandoru, lífvænlegs tungls gasplánetu í Alpha Century stjörnukerfinu.

TenglarBreyta

HeimildirBreyta

== Tilvísanir ==
  1. „Héruð Kína“, Wikipedia, frjálsa alfræðiritið , 2. ágúst 2022, sótt 16. ágúst 2022
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.