Nanchang

höfuðborg og stærsta borg Jiangxi héraðs í Kína

Nanchang (kínverska: 南昌; rómönskun: Nánchāng) er höfuðborg og stærsta borg Jiangxi héraðs í Alþýðulýðveldinu Kína. Borgin er staðsett í suðausturhluta Kína, um 130 km suður af Jangtse fljóti og er á hægri bakka Ganfljóts. Hún er miðstöð stjórnmála, mennta og menningar Jiangxi héraðs og mikil iðnaðar-og verslunarborg. Nafn borgarinnar þýðir „velmegun suðursins“. Borgin hefur sterk tengsl við sögu kínverskra kommúnista. Þar heyrðust „fyrstu skot byltingarinnar“; í uppreisn kommúnista árið 1927.

Mynd sem Ganfljót, samgönguæð Nanchang borgar í aldir.
Ganfljót, samgönguæð Nanchang borgar í aldir. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Nanchang um 6,3 milljónir manna.
Landakort sem sýnir legu Nanchang borgar í Jiangxi héraði í austurhluta Kína.
Kort af legu Nanchang borgar í Jiangxi héraði í austurhluta Kína.

Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Nanchang um 6,3 milljónir manna.

Mynd sem sýnir Bayi torg Nanchang borgar í Jiangxi héraði í Kína.
Frá Bayi torgi í Nanchang.

Staðsetning

breyta
 
Gervihnattamynd af Nanchang borg við Ganfljót.
 
Gamall og nýr tími borgarinnar mætast á Ganfljóti.

Nanchang er staðsett í norður-miðhluta Jiangxi héraðs, um 130 kílómetra suður af Jangtse fljóti og er á hægri bakka Ganfljóts, rétt undir ármótum þess við Jin á. Hún er í baklandi sléttunnar við Poyang vatn sem afmarkar hana í austri en af Jiuling fjöllum í vestri. Í suðri eru héruðin Guangdong, Fujian og Jiangsu, en Zhejiang og Hubei í norðri.

Staðsetning borgarinnar er afar mikilvæg fyrir tengingar við gróskumikil svæði Austur- og Suður-Kína. Því hefur borgin orðið ein megin járnbrautarmiðstöð Suður-Kína síðustu áratugi.

 
Skáli Teng prins, byggður 653 á tímum Tangveldisins en oft endurbyggður.
 
Frá Shengli-stræti í miðborg Nanchang.

Fyrstu borgarmúrar Nanchang voru reistir við stofnun þess sem sýslu árið 201 f.Kr. Þar varð að héraðsmiðstöð Jiangxi árið 763. Mikil fólksfjölgun var í héraðinu næstu aldir. Á 12. öld var það orðið fjölmennasta hérað Kína.

Á miklum umrótstíma og átakatíma í sögu Kína sem kenndur er við „fimm ættarveldi og tíu konunga“ (907–979) varð Nanchang æðsta hérað og höfuðborg Suður Tang veldisins (937–975 / 976), sem voru leifar af fyrrum Tangveldisins. En eftir farsæla landvinningu Songveldisins (960–1279) árið 981 var borgin nefnd Hongzhou. Árið 1164 fékk borgin nafnið Longxing, sem hélst til 1363.

Við lok hins mongólska Júanveldis (1279–1368) varð borgin að vígvöllur milli Zhu Yuanzhang (síðar Hongwu keisari) og stofanda Mingveldisins ( 1368–1644) og stríðsherrans, Chen Youliang. Í byrjun 16. aldar varð borgin sá valdagrunnur sem prins Ning (Zhu Chenhao), sá fimmti í ættarröð keisarafjölskyldunnar, byggði á misheppnaða uppreisn gegn Zhengde keisara Mingveldisins.

Um miðja 19. öld varð borgin fyrir miklum skakkaföllum í Taiping-uppreisninni í hinni mannskæðu borgarastyrjöld sem stóð yfir í Kína á árunum frá 1850 til 1864. Á síðari hluta 19. aldar dró einnig úr vægi borgarinnar sem verslunarmiðstöðvar þegar gufuskip leystu landleiðina til Guangzhou af hólmi.

Enn varð Nanchang borg staður átaka. Árið 1927 skipulögðu kínverskir kommúnistar uppreisn í borginni. Hún hefur því sterk tengsl við sögu kínverskra kommúnista. Í uppreisninni heyrðust „fyrstu skot byltingarinnar“ og þrátt fyrir ósigur var þar lagður grunnur að skipulagi og herafla þess sem síðar varð að Frelsisher alþýðunnar.

Fyrir árið 1949 var Nanchang með sína 275.000 íbúa í meginatriðum stjórnunar- og verslunarborg en iðnaður var lítt þróaður fyrir utan matvælavinnslu landbúnaðarafurða Jiangxi héraðs. Það tók þó fljótt miklum breytingum og er borgin iðnvædd stórborg. Uppbygging samgöngukerfa lék þar stórt hlutverk, einkum uppbygging járnbrauta þar sem borgin varð að mikilli samgöngumiðstöð fyrir nágrannahéruðin.

Lýðfræði

breyta

Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Nanchang 3.518.975 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 6.255.007.

Samgöngur

breyta
 
Aðaljárnbrautarstöð Nanchang borgar.
 
Grænlandstorg í Nanchang borg.

Nanchang er mikilvæg samgöngumiðstöð í Kína. Lykilstaðsetning borgarinnar býður upp á samgöngutengingar við vötn og fljót gróskumikilla svæða Austur- og Suður-Kína. Háhraðajárnbrautir, hraðbrautir og flugmiðstöðvar tengja saman mikilvæg efnahagssvæði við óshólma Jangtsefljóts og óshólma Perlufljóts.

Í Nanchang er hefur síðustu áratugi orðið til ein megin járnbrautarmiðstöð Suður-Kína. Í gegnum borgina fer Shanghai-Kunming járnbrautin, Beijing-Kowloon járnbrautin og Xiangtang-Putian járnbrautin. Þá eru margar aðrar járnbrautir, ekki síst háhraðalestir, í smíðum. Það tekur einungis 3 klukkustundir að fara til Beijing og Sjanghæ og 4 klukkustundir til Guangzhou með háhraðlest frá Nanchang.

Nanchang Changbei alþjóðaflugvöllurinn í borginni tók til starfa árið 1999. Hann er sá eini í Jiangxi héraði sem býður upp á alþjóðlegar tengingar. Um hann fóru um 13.5 miljón farþega árið 2018.

Efnahagur

breyta
 
Tvíburaturnar í Nanchang borg.

Fyrir árið 1949 var Nanchang (þá 275.000 íbúar) í meginatriðum stjórnunar- og verslunarborg en með lítinn iðnað fyrir utan matvælavinnslu landbúnaðar Jiangxi héraðs. Síðan þá hefur borgin breyst verulega og er orðin iðnvædd stórborg í hraðri efnahagsþróun. Í borginni er nú mikil vefnaðarframleiðsla bómullar og pappírsgerð. Einnig er stóriðja umfangsmikil sem og framleiðsla véla, flugvéla og bifreiða. Að auki er þar efnaiðnaður sem framleiðir landbúnaðaráburð auk lyfja.

Tenglar

breyta

Heimildir

breyta

Tilvísanir

breyta