Chengdu

höfuðborg Sesúan héraðs í Kína

Chengdu borg (einnig nefnd Chengtu) (kínverska: 成都市; rómönskun: Chéngdū) er höfuðborg Sesúan héraðs í vesturhluta Alþýðulýðveldisins Kína. Borgin hefur verið pólitísk, menningarleg og viðskiptaleg miðstöð þessa landsvæðis í rúm 2200 ár. Hún er staðsett í miðju Sesúan héraði, á hinni frjósömu Chengdu sléttu, sem býr að fornu og farsælu þéttu neti áveituskurða úr Min fljóti, er styður við matvælaframleiðslu á einu þéttbýlasta héraði Kína.

Tianfu fjármálahverfi Chengdu borgar. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæðinu um 20,9 milljónir manna.
Tianfu fjármálahverfi Chengdu borgar. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæðinu um 20,9 milljónir manna.
Landakort sem sýnir legu Chengdu borgar í Sesúan héraði í vesturhluta Kína.
Kort sem sýnir Chengdu borg í Sesúan héraði í Kína.

Chengdu er ein mikilvægasta efnahags-, fjármála-, verslunar-, menningar-, samgöngu- og samskiptamiðstöð Vestur-Kína. Hagkerfi borgarinnar er fjölbreytt og einkennist meðal annars af framleiðslu véla, bifreiða, lyfja, matvæla og ýmis konar upplýsingatækni. Borgin hýsir mörg alþjóðleg fyrirtæki og meira en 12 ræðismannsskrifstofur.

Menning Chengdu endurspeglar að miklu leyti menningu Sesúan héraðs Sichuan. Þá er borgin tengd við risapöndur, sem eru kínverskt þjóðartákn, en þær eiga heimkynni í Sesúan. Þar er rannsóknastofa tileinkuð risapönduræktun.

Í Chengdu eru fjölmargir háskólar og vísindamiðstöðvar. Þar á meðal eru Sesúan háskólinn, Háskóli í rafrænum vísindum og tækni í Kína, Suðvestur-háskólinn í fjármála- og hagfræði og Suðvestur-Jiaotong háskólinn.

Mynd af Alþjóðlega fjármálatorginu í Chengdu borg í Sesúan héraði í vesturhluta Kína.
Alþjóðlega fjármálatorgið í Chengdu borgar.

Chengdu borg er á Chengdu sléttunni sem kölluð hefur verið „Himnaríki“ og „Land gnægta“. Svæðið býr að hinu forna Dujiangyan áveitukerfi við efri hluta Min fljóts á hinni frjósömu Chengdu sléttu, var fyrst var sett upp á tímum Qin-veldisins á þriðju öld f.Kr. Kerfið beindi helmingi fljótsins um þétt net áveituskurða austur til að vökva sléttuna. Áveitukerfið er enn í grundvallaratriðum í upprunalegri mynd og gerir svæðinu kleift að styðja við matvælaframleiðslu eins þéttbýlasta héraðs Kína.

Árið 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, bjuggu á stjórnsýslusvæði Chengdu borgar um 20.9 milljónir íbúa, þar af bjuggu í borgarkjarnanum 13.6 miljónir manna.

Saga breyta

Chengdu borg hefur haldið nafni sínu að mestu óbreyttu í gegnum kínverska sögu keisaravelda, lýðveldis og kommúnista. Borgarmyndun má rekja til hins forna Shu-ríkis. Það ríki varð hluti Kína með hertöku Quin veldisins 316 f.Kr. Undir stjórn Quin veldisins var sýslan Chengdu stofnuð og nafnið talið frá þeim tíma. Nafnið hefur haldist að mestu óbreytt í gegnum kínverska sögu keisaravelda, lýðveldis og kommúnista.

 
Pöndur í Rannsóknastofu Chengdu borgar um risapönduræktun.

Svæðið tilheyrði fyrst Qin veldinu og síðar Han- veldisins (206 f.Kr. – 220 e.Kr.). Borgin varð höfuðborg Shu Han ríkisins á tímum Konungsríkjanna þriggja, á árunum 187 eða 220-280 e.Kr, auk nokkurra annarra staðbundinna konungsríkja á miðöldum.

Á valdatíma Tangveldisins (618–907) var borgin talin ein mesta verslunarborg veldisins. Eftir 907 varð hún höfuðborg tveggja skammlífra sjálfstæðra stjórnvalda - Qian og Hou Shu. Það var tími mikillar velmegunar þar sem kaupmenn þess kynntu notkun pappírspeninga sem átti eftir að breiðast hratt út um Kína á tíma Song-veldisins (960–1279). Borgin varð fræg fyrir fágaða menningu og munaðarvöru á borð við silki.

Í seinni heimsstyrjöldinni þróaðist borgin hratt, þegar margir flóttamenn frá Austur-Kína settust að í borginni, á flótta undan Japönum. Flóttamannastraumurinn til borgarinnar örvaði verslun og viðskipti og nokkrir háskólar og háskólar voru einnig fluttir þangað.

 
Lestarstöð við Tianfu torg í Chengdu borg.

Frá 1949 hefur vöxtur Chengdu verið ör. Samgöngur hafa stóreflst, bæði með lagningu járbrauta og vegakerfis til nágrannahéraða og borga. Þá hafa flugsamgöngur stóraukist.

Samgöngur breyta

Eftir stríðið jókst mikilvægi Chengdu sem hlekkur milli Austur- og Vestur-Kína og járnbrautir voru lagðar til [Chongqing] árið 1952, og síðan til Xi'an í Shaanxi árið 1955, til Kunming í Yunnan seint á sjöunda áratugnum og til Xiangfan í Hubei árið 1978 - sem gerði Chengdu að járnbrautarmiðstöð fyrir allt suðausturhluta Kína.

Þjóðvegir teygja sig norður til Lanzhou í Gansu héraði, norðaustur til Xi’an, suðaustur og suður til Guizhou og Yunnan, suðvestur og vestur til Tíbet og norðvestur í Qinghai hérað. Að auki hafa hraðbrautir verið lagðar til stórborganna Shanghai og Chongqing.

Shuangliu, alþjóðaflugvöllur Chengdu borgar er meginhöfn Sichuan flugfélagsins og önnur meginhöfn Air China flugfélagsins. Með um 60 milljónir farþega (árið 2019) er hann einn af fjölförnustu flugvöllum heims. Lestarstöðin í Chengdu er ein af þeim stærri í Kína.

Atvinnulíf breyta

Chengdu er öflug iðnaðarborg. Á fimmta áratug síðustu aldar var byggð stór varmaaflsstöð og tvö mikilvæg útvarps- og rafeindavirki voru sett upp af sovéskum sérfræðingum. Að auki hófst framleiðsla á járnbrautum, aflvélum og nú síðast flugvéla. Á sjötta áratug síðustu aldar varð Chengdu að mikilvægri miðstöð hergagnaframleiðslu Kína.

Efnaiðnaður – framleiðsla áburðar, iðnaðarefna og lyfjaafurða – hefur einnig verið þróaður.

Elsta iðnaður borgarinnar, vefnaður, er áfram mikilvægur við framleiðslu á hefðbundnu silki, en einnig á bómull og ullartextíl.

Síðan 1990 hafa efnahagsumbætur, sem kínversk stjórnvöld hafa ráðist í, hvatt til þróunar á raf- og hátækniiðnaði í Chengdu.


 
Fjallasýn Chengdu borgar. Aðaltindur Siguniangfjalls er Yaomei-tindurinn í 6.250 metra hæð yfir sjávarmáli.
 
Frá Chengdu borg í Sesúan héraði í vesturhluta Kína.


Tenglar breyta

Heimildir breyta