Xining

höfuðborg Qinghai héraðs í vesturhluta Kína

Xining (eða Sining) (kínverska: 西宁市; rómönskun: Xīníng) er höfuðborg Qinghai héraðs í Alþýðulýðveldinu Kína. Borgin er staðsett í austurhluta héraðsins, í frjósamri fjallalægð í dalnum við Huang-ána, sem er ein þveráa Gulafljóts. Qinghai er stærsta borgin á Tíbet hásléttunni. Hún var mikilvæg miðstöð Silkivegarins, hinnar fornu verslunarleiðar sem tengdi Kína við Miðjarðarhafið. Hún er iðnaðarborg og miðstöð stjórnmála, mennta og menningar héraðsins. Íbúar Xining voru árið 2010 um 2.2 milljónir.

Mynd sem sýnir byggð Xining borgar í Qinghai héraði í Kína.
Frá Xining borga í Qinghai héraði.
Landakort sem sýnir legu Xining borgar í Qinghai héraði í vesturhluta Kína.
Kort af legu Xining borg í Qinghai héraði í vesturhluta Kína.
Mynd sem sýnir Dongguan mosku múslima í Xining. Það er stærsta moska borgarinnar.
Dongguan moska múslima í Xining borg.

Staðsetning

breyta

Xining borg er staðsett í austurhluta héraðsins, í frjósömum dal við Huang-á, einni þverár Gulafljóts. Hún liggur um það bil 95 kílómetra austur af Qinghai Hu („Bláa vatnið“) stærsta vatni Kína, og um 200 kílómetra vestur af Lanzhou borg í Gansu héraði. Þar var jafnan aðal verslunarleiðin frá Norður-Kína inn á sjálfstjórnarsvæðið í Tíbet og hinnar þurru Qaidam-skálar í vesturhluta Qinghai héraðs. Þar eru nú nútíma þjóðvegir.

Frá árinu 1959 hefur Xining borg verið tengt með járnbraut við kínverska járnbrautakerfi í Lanzhou. Þessi járnbraut liggur síðan vestur um Qaidam svæðið um norðurströnd Qinghai vatns til Golmud og síðan suður til Lasa borgar í Tíbet. Þar var jafnan meginverslunarleiðin frá Norður-Kína inn á sjálfstjórnarsvæðið í Tíbet og vesturhluta Qinghai héraðs. Þar eru nú nútíma þjóðvegir.

 
Munkar í Kumbum búdda klaustrinu.

Xining hefur alltaf verið mikilvægur staður við vesturlandamæri Kína. Í 2000 ár var borgin viðskiptamiðstöð við Silkivegarins, hinnar fornu verslunarleiðar sem tengdi Kína við Miðjarðarhafið.

Þar voru einnig varnarvígi Han-, Sui-, Tang- og Song- veldanna gegn árásum hirðingjaþjóða að vestan. Á tímum Hanveldisins (206 f.Kr. – 220 e.Kr.) var þar sýsla sem kölluð var Linqiang, sem hafði yfirstjórn yfir Qiang ættbálkum á staðnum. Það var aftur landamærasvæði undir Sui-veldinu (581–618) og Tangveldinu (618–907). Á 7. öld og snemma á 8. öld var þar miðstöð stöðugs hernaðar við Tuyuhun konungdóm nálægrar hirðingjaþjóðar og síðar við Tíbet þjóðir sem náðu borginni á sitt vald árið 763. Hún var svo endurheimt af Songveldinu árið 1104, og hlaut nafnið Xining (sem þýðir „Friður í Vestri“). Það hefur verið aðsetur héraðsstjórnar frá þeim tíma.

 
Kjúklingamarkaður í Xining borg.

Samtímaborg

breyta

Hröð iðnaðarþróun hefur verið stöðug frá fimmta áratug síðustu aldar. Vatnsaflsstöðvar voru reistar við Longyangxia og Lijiaxia, suður af borginni við Huang-ána. Kol frá staðbundnum námum við Datongxian í norðri studdu við uppbyggingu málmvinnslu- og vélaiðnaði. Salt frá Qaidam-svæðinu er efnaiðnaði borgarinnar mikilvægur og víðáttumikið beitiland í héraðinu er notað í ullarspuna, skinn og sútun. Borgin er miðstöð þjóðveganets héraðsins og mikilvæg vegamót milli Lanzhou og Lasa.

Xining Caojiabao alþjóðaflugvöllurinn sem er staðsettur um 28 km austur af borginni, tryggir flugþjónusta til helstu borganna Kína. Öflugt net járnbrauta er um borgina til Lhasa, Tíbet og tengt háhraðalestum til Lanzhou, Gansu og Ürümqi, Xinjiang.

Ýmsir staðir í borginni hafa trúarlega merkingu fyrir múslima og búddista. Með uppgangi tíbesks búddisma sem hófst á 7. öld e.Kr., varð borgin mikilvæg trúarleg miðstöð. Stærsta klaustur Qinghai er Taer-klaustrið, sem er heilagur staður fyrir búddista, var staðsett í Huangzhong, um það bil 25 kílómetra til suðvestur af borginni. Í borginnni er Dongguan moska múslima sem byggð var árið 1380.

Þekktasti háskóli borgarinnar er Qinghai háskóli, sem er alhliða rannsóknarháskóli og telst einn lykilskóla Kína. Loftmengun er mikil í borginni og er jafnan talin verri en í höfuðborg Kína, Beijing.

 
Tónlistarflutningur í Xining borg.

Tenglar

breyta

Heimildir

breyta