Hainan

hérað og eyja í Kína

Hainan (kínverska: 海南; rómönskun: Hǎinán) er minnsta og syðsta hérað í Alþýðulýðveldinu Kína, sem samanstendur af ýmsum nálægum eyjum í Suður-Kínahafi. Hainan eyja er sú stærsta og fjölmennasta og nær yfir 97 prósent héraðsins. Nafnið „Hainan“ þýðir bókstaflega „sunnan hafs“, sem endurspeglar stöðuna sunnan við hið grunna og mjóa Hainan-sundi (Qiongzhou -sund). Sundið aðskilur Hainan frá Leizhou-skaga suðurhluta Guangdong - héraðs og meginlands Kína.. Vesturströnd Hainan-eyju er 320 km austur af Norður-Víetnam, yfir hið grunna hafsvæði Tonkinflóa.

Landakort sem sýnir legu Hainan héraðs í Suður-Kínahafi.
Kort af legu Hainan héraðs í Suður-Kínahafi.

Héraðið nær yfir 33.920 ferkílómetra landsvæði. Þar af er Hainan eyja 32.900 ferkílómetrar og afgangur flatarmáls héraðsins nær til 200 eyja í þremur eyjaklösum, það er Zhongsha, Xisha og Nansha. Alþjóðlegur ágreiningur er við nágrannaríkja um landakröfur Kínverskra stjórnvalda gagnvart sumum þessar eyja. Á árunum 1950 til 1988 heyrðu eyjaklasarnir undir Guangdong uns það varð sérstakt hérað og sérstakt efnahagssvæði í valdatíð Deng Xiaoping.

Samkvæmt manntali Kína sem framkvæmt var árið 2020 bjuggu 10,1 milljónir manna í Hainan héraði.

Li-þjóðarbrotið telst til innfæddra á eyjunni og samanstendur af 15 prósent íbúa. Með Hlai- móðurmálið eru þeir viðurkenndir af kínverskum stjórnvöldum sem einn af 56 þjóðarbrotum Kína. Han íbúar, sem samanstendur af meirihluta kínversku þjóðarinnar (82 prósent) tala fjölbreytt tungumál þar á meðal Mandarín, Min Hainanese, Kantónska stundum nefnt Yue kínverska, Hakka kínversku.

Alls eru tíu stórborgir og tíu sýslur í Hainan héraði. Höfuðborg héraðsins er Haikou, við norðurströnd Hainan-eyju, en borgin Sanya er þekktur ferðamannastaður við suðurströndina. Aðrar helstu borgir eru Wenchang, Qionghai, Wanning, Wuzhishan, Dongfang og Danzhou.

Árið 2020 greindu kínversk stjórnvöld frá umfangsmikilli áætlun um að gera allt eyjahéraðið að fríverslunarsvæði.

Myndir

breyta

Tenglar

breyta

Heimildir

breyta

Tilvísanir

breyta