Hafrannsóknastofnun Íslands

Hafrannsóknastofnun Íslands, oft nefnd Hafró í daglegu tali, er rannsóknastofnun íslenska ríkisins sem sér um ýmsar hafrannsóknir m.a. mælingar á stærð fiskistofna og mat á þéttleika eiturþörunga með reglubundnum hætti á nokkrum stöðum við landið.

Hafrannsóknastofnun var komið á fót árið 1965 þegar atvinnudeild Háskóla Íslands var breytt í fimm rannsóknastofnanir undir Rannsóknaráði. Þessar stofnanir voru Hafrannsóknastofnun, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Rannsóknastofnun iðnaðarins og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Frá 1964 til 2020 var stofnunin til húsa í Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu sem hún deildi með fleiri ríkisstofnunum. Árið 2020 flutti stofnunin í nýtt húsnæði við Hafnarfjarðarhöfn.[1]

Hafrannsóknaskip

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Hafró formlega flutt til Hafnarfjarðar“. Hafnarfjordur.is. 8. júní 2020.
  2. „María Júlía“. Þjóðviljinn. 22.4.1950. bls. 7.
  3. Gunnlaugur Snær Ólafsson (6. desember 2024). „Auglýsa Bjarna Sæmundsson til sölu“. www.mbl.is. Morgunblaðið. Sótt 26 febrúar 2025.
  4. Hafrannsóknastofnun. „Skipin“. Hafrannsóknastofnun. Sótt 26 febrúar 2025.

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.