Hafrannsóknastofnun Íslands
Hafrannsóknastofnun Íslands, oft nefnd Hafró í daglegu tali, er rannsóknastofnun íslenska ríkisins sem sér um ýmsar hafrannsóknir m.a. mælingar á stærð fiskistofna og mat á þéttleika eiturþörunga með reglubundnum hætti á nokkrum stöðum við landið.
Hafrannsóknastofnun var komið á fót árið 1965 þegar atvinnudeild Háskóla Íslands var breytt í fimm rannsóknastofnanir undir Rannsóknaráði. Þessar stofnanir voru Hafrannsóknastofnun, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Rannsóknastofnun iðnaðarins og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Frá 1964 til 2020 var stofnunin til húsa í Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu sem hún deildi með fleiri ríkisstofnunum. Árið 2020 flutti stofnunin í nýtt húsnæði við Hafnarfjarðarhöfn.[1]
Hafrannsóknaskip
breyta- María Júlía - Smíðuð í Danmörku og afhent ný árið 1950.[2]
- Bjarni Sæmundsson HF 30 - Smíðað í Þýskalandi og tekið í notkun 1970. Sett á sölu í lok árs 2024.[3]
- Árni Friðriksson HF 200 - Smíðað í Chile og afhent nýtt árið 2000.[4]
- Þórunn Þórðardóttir HF 300 - Smíðað á Spáni og væntanlegt í notkun 2025.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Hafró formlega flutt til Hafnarfjarðar“. Hafnarfjordur.is. 8. júní 2020.
- ↑ „María Júlía“. Þjóðviljinn. 22.4.1950. bls. 7.
- ↑ Gunnlaugur Snær Ólafsson (6. desember 2024). „Auglýsa Bjarna Sæmundsson til sölu“. www.mbl.is. Morgunblaðið. Sótt 26 febrúar 2025.
- ↑ Hafrannsóknastofnun. „Skipin“. Hafrannsóknastofnun. Sótt 26 febrúar 2025.