Öskra
Öskra var hreyfing byltingasinnaðra háskólanema við Háskóla Íslands, sem var stofnuð í janúar 2009. Hreyfingin lognaðist út af síðar sama ár.
Aðgerðir
breyta- Þann 20. janúar 2009 hvatti Öskra háskólanema að hittast við Háskólatorg kl 12:30 og fylkja liði niður að Alþingi til þess að stöðva setningu þingsins.
- 28. janúar 2009 gaf Öskra háskólanemum mat og hvatti fólk til að mótmæla NATO fundinum fyrir utan Hotel Hilton.
- 22. febrúar 2009 mótmælti Öskra á Lækjartorgi um kvöldið. Boðað var til mótmælanna á netinu og mótmælendur hvattir til að mæta með eldivið og byltingarandann, en fáir svöruðu kallinu því einungis um 20 manns mættu til að mótmæla. Kveikt var bál sem lögregla og slökkvilið sáu til að yrði slökkt með þeim afleiðingum að mótmælendur létu sig hverfa. Á vefsíðu hreyfingarinnar var fólk hvatt til að láta í sér heyra þar sem mótmæli hafi verið „undarlega þögul“ um eitthvert skeið og því haldið fram að stjórnvöld beittu lögreglunni til að viðhalda vinnufriði.[1]
Tengill
breyta- Vefur Öskra (geymt 24.11.2009 í Vefsafninu)